Hádegisverðarfundur á vegum ISO hóps Stjórnvísi og Félags viðskipta- og hagfræðinga
Er gagn af stöðlum í breyttu rekstrarumhverfi? ISO: Öflug aðferðarfræði í stjórnun og forystu
Við breyttar aðstæður í rekstri fyrirtækja hefur skapast þörf fyrir endurskoðun á aðferðafræði stjórnunar og á fundinum munu nokkrir valinnkunnir stjórnendur hafa framsögu.
Dagskrá
Eyjólfur Árni Rafnsson forstjóri Mannvits
„Er stjórnun kvöð og kostnaður?“
Einar Hannesson framkvæmdastjóri frá IGS
„Innleiðing og áhrif gæðastjórnunarkerfis í starfsemi Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli“
Halldór Magnússon framkvæmdastjóri þjónustuferlis Marels
„Vottuð vinnuferli í samþættingarvinnu Marels og nýrra fyrirtækja sem hafa verið keypt“
Fundurinn er hádegisverðarfundur og haldinn á Grand Hóteli. Verð kr. 2.900 - .
Fundarstjóri er Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.