Fundurinn er á Teams og hlekkurinn hér
Heilsuefling á vinnustöðum fær sífellt meira rými og athygli enda hefur það sýnt sig að fyrirtæki og stofnanir sem setja sér skýra stefnu og markmið í heilsueflingu starfsfólks uppskera ríkulega ef vinnustaðurinn stekkur á heilsueflingarvagninn. En hvernig á að byrja og hvað eigum við að gera?
Til að svara þessum spurningum hefur faghópur um heilsueflandi vinnustaði ákveðið að bjóða upp á viðburð þar sem við fáum að heyra reynslusögur frá vinnustöðum sem farið hafa í þessa vegferð með góðum árangri.
Hafnarfjarðarbær fór í heilsueflandi vegferð með allt starfsfólk bæjarins, sem verður að teljast stórt og mikið verkefni. Við fáum að heyra upplifun starfsfólks af því verkefni.
Festi hefur vakið athygli fyrir góðan árangur í heilsueflingu starfsfólks. Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsu, mun fara yfir það hvað samstæðan er að gera í heilsueflingu fyrir sitt starfsfólk, sem er dreift á margar starfsstöðvar út um allt land og því spennandi að heyra hvaða leiðir þau hafa farið til að gera góðan vinnustað enn betri.