Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

 

12. desember 2021  10:00 - 11:30

 Fjarfundur Zoom
 Markþjálfun,

 

Stjórnvísi í samstarfi við ICF Iceland stendur fyrir erindinu "Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?"

Erindið verður haldið á 15 ára afmælisdegi ICF Iceland félagi markþjálfa á afmælisdaginn sunnudaginn 12. desember.

Linkur á viðburðinn hér

Lilja, Rakel, Ásta og Linda ætla að deila með okkur því sem vakti áhuga þeirra á ráðstefnu ICF global sem fram fór í október á þessu árið og að því loknu verður rými fyrir spjall, kynnast betur og efla tengslanetið.

---------------------------------------------
Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Ráðstefnan Converge21 var haldin af ICF global (International Coaching Federation) 26-28 október 2021 og voru fjórir félagar ICF Iceland mættir til að njóta þessarar stórkostlegu veislu.

Þema ráðstefnunnar 2021 var “Bringing Together the World of Coaching”.

--------------------------------------------
Hvernig gæti framtíð markþjálfunar litið út? Rakel Baldursdóttir

Fordæmalausir tímar hafa gefið okkur möguleika og nýjar áskoranir. Hvernig hefur covid haft áhrif á markþjálfun og hvernig getum við nýtt okkur lærdóminn til tækifæra í framtíðinni. Er rafræn markþjálfun að færast á nýtt svið í tækniþróun og hvernig getur þetta allt saman gagnast okkur í aðgerðum loftslagsmála.

Á Converge 2021, fékk framtíð markþjálfunnar fallegt rými til umhugsunar og umræðna og langar mig að deila með ykkur það sem vakti mína athygli.

Rakel Baldursdóttir, er móðir tveggja unglingsdrengja, ACC vottaður markþjálfi, tók grunn og framhaldsnám hjá Evolvia, Climate Change Coach, Whole Brain Coach og NBI leiðbeinandi frá Profectus og er að klára námskeið í Science of Well Being hjá Laurie Santos hjá Yale University auk þess sem hún situr í siðanefnd ICF á Íslandi.

Mottó mitt er: Enginn getur allt en allir geta eitthvað.
---------------------------------------------
Hvernig getum við endurhugsað traust? Lilja Gunnarsdóttir

Traust er ein af undirstöðum markþjálfunar og mikilvæg í góðum og árangursríkum samskiptum. Opnunaratriði Converge21 var flutt af Rachel Botsman sem fjallaði um hvernig við getum endurhugsað traust. Hvernig sköpum við traust, hvernig treystum við og af hverju á ég að treysta þér og þú mér?

Að þekkja hvernig traust virkar getur gert þér kleift að verða betri markþjálfi leiðtogi, liðsmaður, félagi og foreldri.

Lilja Gunnarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi, teymisþjálfari (team coach EMCC vottaður), viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Lilja starfar sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt því að vera sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfari. Lilja er fyrrverandi formaður (2018-2020) og gjaldkeri (2017-2018) ICF Iceland, Félags markþjálfa.

Mottó mitt er: Lengi getur gott batnað.
--------------------------------------------
Frá GPS yfir í Google maps. Linda Björk Hilmarsdóttir

Hversu mikilvæg er stundin fyrir samtalið sjálft, hvað þurfum við að gera til að ná þeirri samkennd og samstöðu sem við viljum ná fram í samtalinu.

Áður en við vitum hvert við erum að fara skoðum við hvar við erum stödd.

Ætlum við að labba, hjóla eða keyra ? Ætlum við að fara þá leið sem útsýnið er meira eða er betra að fara þar sem við komumst í búð á leiðinni.
Markþjálfun er kerfisbundin en ekki vélræn.

Ekki nota úreltann leiðarvísi.

Erindi Dr. D.Ivan Young MCC.

Linda Björk Hilmarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi með NBI practitioner réttindi.

Linda er hluthafi í Sahara auglýsingastofu og eigandi BRAVA. Linda kláraði Ferðamálafræði með áherslu á markaðsmál, hún starfar einnig hjá Profectus og sinnir þar ýmsum verkefnum tengdum markþjálfun.

Mottó mitt er : Sá sem stefnir ekkert fer þangað.
---------------------------------------------
Markþjálfamenning/Coaching Culture, hvað er nú það? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Ég ætla að skoða með ykkur hvað markþjálfa menning er og hvað hún getur gert fyrir vinnustaði. Mig langar að deila með ykkur efni í kringum það málefni sem ég tók frá ráðstefnunni Converge 2021 .Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á að með markþjálfun sé hægt að leysa margar áskoranir. Og í dag þá stöndum við fyrir nýjum raunveruleika þar sem fjarvinna er orðin stór partur af vinnu umhverfinu okkar. Ozlem Sarioglu PCC markþjálfi var með áhugavert erindi “Unlock a Strong Coaching Culture in the Remote Workplace” sem ég ætla að deila með ykkur.

Öðruvísi samvinna og samskipti ásamt einmanaleika er ný staðreynd starfsmanna, markþjálfun getur leyst þessa áskorun.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir heiti ég og hóf mína markþjálfa vegferð í september árið 2014 eftir rúm 20 ár í ferðaþjónustunni sem ferðaráðgjafi. Síðan þá hefur líf mitt snúist um þetta öfluga og skilvirka verkfæri. Ég hef lokið bæði grunn- og framhaldsnámi og einnig kennt það frá árinu 2016-2021. ACC vottun kom í apríl 2015, PCC í byrjun árs 2018 og MCC er í ferli. Ég sat í tvö ár í stjórn Félag Markþjálfa á Íslandi, tók þátt í sameiningu FMÍ og ICF, var svo formaður ICF Iceland 2017-2018. Ég hef leitt Ignite verkefni sem er á vegum félagsins og snýst um að vera kveikja að verkfærinu í samfélaginu, og hef ég gert það í skólasamfélaginu og vil gera það sem víðast.

Mottó mitt er: Allt sem þú veitir athygli vex.

Linkur á viðburðinn hér.

Um viðburðinn

Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Stjórnvísi í samstarfi við ICF Iceland stendur fyrir erindinu "Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?"

Erindið verður haldið á 15 ára afmælisdegi ICF Iceland félagi markþjálfa á afmælisdaginn sunnudaginn 12. desember.

Linkur á viðburðinn hér

Lilja, Rakel, Ásta og Linda ætla að deila með okkur því sem vakti áhuga þeirra á ráðstefnu ICF global sem fram fór í október á þessu árið og að því loknu verður rými fyrir spjall, kynnast betur og efla tengslanetið.

---------------------------------------------
Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Ráðstefnan Converge21 var haldin af ICF global (International Coaching Federation) 26-28 október 2021 og voru fjórir félagar ICF Iceland mættir til að njóta þessarar stórkostlegu veislu.

Þema ráðstefnunnar 2021 var “Bringing Together the World of Coaching”.

--------------------------------------------
Hvernig gæti framtíð markþjálfunar litið út? Rakel Baldursdóttir

Fordæmalausir tímar hafa gefið okkur möguleika og nýjar áskoranir. Hvernig hefur covid haft áhrif á markþjálfun og hvernig getum við nýtt okkur lærdóminn til tækifæra í framtíðinni. Er rafræn markþjálfun að færast á nýtt svið í tækniþróun og hvernig getur þetta allt saman gagnast okkur í aðgerðum loftslagsmála.

Á Converge 2021, fékk framtíð markþjálfunnar fallegt rými til umhugsunar og umræðna og langar mig að deila með ykkur það sem vakti mína athygli.

Rakel Baldursdóttir, er móðir tveggja unglingsdrengja, ACC vottaður markþjálfi, tók grunn og framhaldsnám hjá Evolvia, Climate Change Coach, Whole Brain Coach og NBI leiðbeinandi frá Profectus og er að klára námskeið í Science of Well Being hjá Laurie Santos hjá Yale University auk þess sem hún situr í siðanefnd ICF á Íslandi.

Mottó mitt er: Enginn getur allt en allir geta eitthvað.
---------------------------------------------
Hvernig getum við endurhugsað traust? Lilja Gunnarsdóttir

Traust er ein af undirstöðum markþjálfunar og mikilvæg í góðum og árangursríkum samskiptum. Opnunaratriði Converge21 var flutt af Rachel Botsman sem fjallaði um hvernig við getum endurhugsað traust. Hvernig sköpum við traust, hvernig treystum við og af hverju á ég að treysta þér og þú mér?

Að þekkja hvernig traust virkar getur gert þér kleift að verða betri markþjálfi leiðtogi, liðsmaður, félagi og foreldri.

Lilja Gunnarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi, teymisþjálfari (team coach EMCC vottaður), viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Lilja starfar sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt því að vera sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfari. Lilja er fyrrverandi formaður (2018-2020) og gjaldkeri (2017-2018) ICF Iceland, Félags markþjálfa.

Mottó mitt er: Lengi getur gott batnað.
--------------------------------------------
Frá GPS yfir í Google maps. Linda Björk Hilmarsdóttir

Hversu mikilvæg er stundin fyrir samtalið sjálft, hvað þurfum við að gera til að ná þeirri samkennd og samstöðu sem við viljum ná fram í samtalinu.

Áður en við vitum hvert við erum að fara skoðum við hvar við erum stödd.

Ætlum við að labba, hjóla eða keyra ? Ætlum við að fara þá leið sem útsýnið er meira eða er betra að fara þar sem við komumst í búð á leiðinni.
Markþjálfun er kerfisbundin en ekki vélræn.

Ekki nota úreltann leiðarvísi.

Erindi Dr. D.Ivan Young MCC.

Linda Björk Hilmarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi með NBI practitioner réttindi.

Linda er hluthafi í Sahara auglýsingastofu og eigandi BRAVA. Linda kláraði Ferðamálafræði með áherslu á markaðsmál, hún starfar einnig hjá Profectus og sinnir þar ýmsum verkefnum tengdum markþjálfun.

Mottó mitt er : Sá sem stefnir ekkert fer þangað.
---------------------------------------------
Markþjálfamenning/Coaching Culture, hvað er nú það? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Ég ætla að skoða með ykkur hvað markþjálfa menning er og hvað hún getur gert fyrir vinnustaði. Mig langar að deila með ykkur efni í kringum það málefni sem ég tók frá ráðstefnunni Converge 2021 .Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á að með markþjálfun sé hægt að leysa margar áskoranir. Og í dag þá stöndum við fyrir nýjum raunveruleika þar sem fjarvinna er orðin stór partur af vinnu umhverfinu okkar. Ozlem Sarioglu PCC markþjálfi var með áhugavert erindi “Unlock a Strong Coaching Culture in the Remote Workplace” sem ég ætla að deila með ykkur.

Öðruvísi samvinna og samskipti ásamt einmanaleika er ný staðreynd starfsmanna, markþjálfun getur leyst þessa áskorun.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir heiti ég og hóf mína markþjálfa vegferð í september árið 2014 eftir rúm 20 ár í ferðaþjónustunni sem ferðaráðgjafi. Síðan þá hefur líf mitt snúist um þetta öfluga og skilvirka verkfæri. Ég hef lokið bæði grunn- og framhaldsnámi og einnig kennt það frá árinu 2016-2021. ACC vottun kom í apríl 2015, PCC í byrjun árs 2018 og MCC er í ferli. Ég sat í tvö ár í stjórn Félag Markþjálfa á Íslandi, tók þátt í sameiningu FMÍ og ICF, var svo formaður ICF Iceland 2017-2018. Ég hef leitt Ignite verkefni sem er á vegum félagsins og snýst um að vera kveikja að verkfærinu í samfélaginu, og hef ég gert það í skólasamfélaginu og vil gera það sem víðast.

Mottó mitt er: Allt sem þú veitir athygli vex.

Linkur á viðburðinn hér.

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?