Hamingjuheilræði vetrarins

Hlekkur á fyrirlesturinn

Ragnhildur sálfræðingur og eigandi Auðnast heldur skemmtilegan, jákvæðan og fræðandi fyrirlestur. Það er tilvalið að staldra við í upphafi nýrrar árstíðar og taka stöðuna.

Í 30 mínútna fyrirlestri ætlar Ragnhildur að fara yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að að viðhalda heilsu og hamingju í núverandi samfélagsaðstæðum.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hamingjuheilræði vetrarins

Ragnhildur sálfræðingur og eigandi Auðnast hélt í morgun skemmtilegan, jákvæðan og fræðandi fyrirlestur.  Ragnhildur fór í fyrirlestrinum yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að að viðhalda heilsu og hamingju í núverandi samfélagsaðstæðum. Klara Steinarsdóttir í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun kynnti Stjórnvísi og Ragnhildi.  

Ragnhildur sagði forvarnir skipta mestu máli í öllu starfi Auðnast. Ragnhildur fór yfir kerfin okkar hvatakerfið – sefkerfið – óttakerfið.  Hvatakerfið virkjast þegar við tökumst á við krefjandi verkefni og við fáum vellíðan þegar við náum árangri.  Sefkerfið notum við til að róa okkur niður og er andstæðan við óttakerfið.  Óttakerfið virkjast án þess að við höfum nokkuð um það að segja en sefkerfið höfum við sjálf áhrif á og getum stjórnað.  Í fyrstu bylgju Covid virkjaðist óttakerfið vegna óvissu því enginn vissi hvað var í vændum.  Þegar þríeykið stígur fram þá virkjast hvatakerfið og varð ríkjandi í fyrstu bylgju. Síðan kom bylgja 2 og svo bylgja 3.  Þá voru margir búnir að missa vinnu, fólk verður óánægðra og óttakerfið virkjast aftur.  

Nú er það úthaldið og við erum ólík varðandi það. Nú þurfum við að staldra við og endurskoða hvað við getum gert.  Ragnhildur gaf heilræði. Í erfiðleikum skapast alltaf tækifæri. Nr. 1 Það tekur alltaf allt enda.  Heilinn er neikvætt settur og því er hugmyndin um Covid neikvætt skekktur í heilanum.  Nr.2  Grunnurinn dettur ekki úr tísku þ.e. svefn, hreyfing, hvíld.  Hvíld er grunnþáttur og mikilvægt að vera ekki endalaust á Teamsfundum.  Mundu eftir hvernig þér líður – borðar þú vel? Ertu að hreyfa þig? Því fylgir slen ef púlsinn fer ekki upp þú ert ekki að hreyfa þig.  Mikilvægt er að mastera einn grunnþátt í viku.  T.d. taka matinn fyrir eina viku, hreyfingu næstu og svefn þá þriðju.  Nr.3 er andlegur styrkur. Í þriðju bylgju kom úthaldið, hvernig þolum við krefjandi aðstæður í langan tíma.  Það er þrautseigjan og hana er hægt að þjálfa upp.  Mikilvægt er að skoða sinn þrautseigjuvöðva.  Þrautseigja er færni okkar til að aðlagast streitumiklum aðstæðum, mótlæti, áföllum o.fl.   Ragnhildur segir mikilvægt að leyfa erfiðum tilfinningum að koma.  Síðan er mikilvægt að hugsa eitthvað jákvætt á hverjum einasta degi því þá erum við markvisst að þjálfa þrautseigju.  Gott er að líkja tilfinningum við öldugang eins og þegar alda skellur á og þannig er tilfinning hún skellur á og minnkar síðan eins og aldan sem fer svo frá.  Hugsaðu um að tilfinningin mun minnka með tímanum.  Mikilvægt er að fara í göngutúr og finna tilfinningunni farveg.  Að sinna einhverju skapandi skiptir líka máli.  Sköpun getur verið að taka til í bílskúrnum, prófa nýja uppskrift. Mikilvægt er að finna hjá hverjum og einum hvað það er sem breytir okkur.  Einnig að kalla stöðugt fram minningar sem færa okkur gleði.  Þannig þróum við þrautseigju.  Nr.4 er styrkleiki. Ef fólk hefur kost á að nýta styrkleika sína þá helst það í hendur við að líða betur. Mikilvægt er að sjá að við notum ólíka styrkleika á ólíkum stöðum.  Hver og einn ætti að nota það að skoða styrkleikana sína.  Örvum taugaboðin.  Dópamín lætur okkur líða vel og því mikilvægt að við gerum eitthvað gott fyrir okkur sjálf.  Því er mikilvægt að gera eitthvað gott fyrir sig og fagna litlum sigrum.  Oxytocin er tengslahormónið og örfast við að hlusta á tónlist, leika við dýr og born.  Serótónín er náttúrulega geðlyfið, við náum í það með því að hlusta á hugleiðslur, fara í göngutúr, hreyfa sig og köld sturta.  Það er eins og köld sturta endurræsi kerfið.  Endorfín er náttúrulega verkjalyfið það kemur með því að t.d. teygja sig eða fá gott hláturskast. Nr.6 Veldu það sem hentar þér í sjálfsrækt. Nr.7 snýr að athyglinni.  Mikilvægt er að beina athyglinni að réttum hlutum.  Við stjórnum mörgu í okkar nánasta umhverfi.  Nr.8 er að gera sér glaðan dag t.d. heima fyrir.  Nú þurfum við að nota sköpunargáfuna.  Gera eitthvað sem gleður okkur.  Hvað get ég gert til að gera mér glaðan dag.  Í Covid hvarf allt sem heitir kaffispjall við kaffivélina.  Því er mikilvægt að gera eitthvað skemmtilegt.

Tengdir viðburðir

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2025

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn fimmtudaginn 15. maí klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

Faghópur um mannauðsstjórnun óskar eftir framboðum til formanns stjórnar, og stjórnarfólks.

 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

 

* Stjórnarfólk sér um fundarstjórnun á viðburðum þar sem sérfræðingar koma og fræða og efla félagsfólk faghópsins um þau málefni sem eru efst á baugi. Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove sem heldur utan um alla viðburði faghópsins.

Eldri viðburðir

VELFERÐ Á VINNUSTAÐ - Heilsuefling og viðverustjórnun hjá Kópavogsbæ

Viðburðurinn er í samstarfi við Mannauð. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri og Auður Þórhallsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Kópavogsbæ segja okkur frá tveggja ára átaksverkefni sem var sett af stað í byrjun árs 2024 til að draga úr veikindafjarvistum starfsfólks. Á sama tíma er einnig verið að innleiða nýja mannauðsstefnu með það að markmiði að byggja upp enn betra starfsumhverfi sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks jafnframt því að rýna mögulegar ástæður fjarvista. 

Ráðinn var starfsmaður í verkefnið tímabundið til að sjá um innleiðingu ferla, utanumhald, eftirfylgni,  fræðslu og til stuðnings við stjórnendur. Allir stjórnendur og starfsfólk fengu kynningar á verkefninu, jafnframt því að stjórnendur sóttu skyldunámskeið í umhyggjusamtölum.

Viðburðurinn verður haldinn í skrifstofum bæjarins að Digranesvegi 1, í Holtinu á 2. hæð. Hollar veitingar verða í boði og líka kaffi.

Athugið að húsið opnar kl.08:30 - tilvalið að mæta þá og njóta samverunnar með félögum. 

 

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Ath! breytt tímasetning Markþjálfun vinnustofa: Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

🚨BREYTT TÍMASETNING: Vinnustofa með Lisu Bloom 6. febrúar
Kæru þátttakendur á vinnustofunni með Lisu Bloom,
Veðrið er hverfult og máttugt á Fróni og nú hefur yfirvofandi stormur haft áhrif á ferðatilhögun Lisu til landsins.
Hún átti að koma seinni partinn í dag en flugið hennar var fellt niður þannig að hún kemur ekki fyrr en á morgun. Eins og málin standa núna göngum við út frá því að það muni ganga samkvæmt áætlun, en við þurfum að byrja vinnustofuna kl.18 í stað 16 eins og auglýst var.
Vinnustofan fer fram í stofu M215 í Opna háskólanum í HR.
Boðið verður upp á samlokur, drykki, kaffi og nasl svo við höfum orku til að sitja og læra með Lisu frameftir kvöldi.
Við hlökkum til að sjá ykkur 🙂

 

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

6. febrúar 2025 : Vinnustofa með Lisu Bloom kl. 16-21 í Opna háskólanum í HR

Coaching Sustainability - The power of story to attract more clients, create greater financial success while increasing your impact

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Lisu Bloom:

My goal is to empower you to succeed in your business by finding and leveraging your own powerfully compelling story.

And when I say ‘succeed’, I mean to finally be able to:

articulate what you do in a way that attracts your ideal clients,

get clear and confident about how your business helps others,

achieve what you’re really here to do in the world.

Storytelling is the key to engaging, inspiring, and empowering the people you serve – not to mention making more sales and growing your business.

If you’re not telling your authentic, compelling story, you are not sharing your true purpose with your clients or yourself…and life is too short for that!

If you find yourself drawn into people’s real stories, or you love ‘once upon a time’ type stories, and you want to add that kind of magic into your business, then you’re in the right spot!

Because stories ARE magic. But I’m not talking about kid’s story-time kind of magic. I’m talking about the magic of connecting the gifts you have to the people you want to serve in a real and true way.

I’m talking about the magic of a business that supplies you with the time, money and freedom to create everything you dream of.

And I mean everything!

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.

TEAMS linkur hér

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.   

AI coach FranklinCovey og virkniáskoranir til framfara.

Á fundinum mun Guðrún kynna til leiks snjallan markþjálfa FranklinCovey á Vettvangi vaxtar – svokallaðan „AI coach“  - og leiða hópinn um nokkur dæmi um öflug samtöl.  Um er að ræða snjalla viðbót við þekkingarveitu FranklinCovey á Impact Platform sem styður notendur í fjölda áskoranna og viðfangsefna í dagsins önn.  Æfðu erfið samtöl, fáðu endurgjöf og virkjaðu góðan stuðning og nýja sýn á verkefni dagsins með aðstoð gervigreindar.

Guðrún Högnadóttir, Managing partner FranklinCovey

 

TEAMS linkur hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?