Smelltu hér til að tengjast fundinum
Gervigreind er alltumlykjandi og ljóst að áhrif hennar eru mikil.
Í þessari kynningu ætlum við annars vegar að skoða hvernig gervigreindin er að hafa áhrif á ógnir og upplýsingaöryggi og hins vegar hvernig gervigreind getur hjálpað fyrirtækjum í vörnum gegn nútíma upplýsingaöryggisógnum. Þessi kynning er unnin í samvinnu faghóps Stjórnvísi um Gervigreind og faghóps um upplýsingaöryggi.
Fyrri kynning: Þögul innrás gervigreindar: mun þitt fyrirtæki lifa af?
Á meðan almenningur er upptekinn í spjalli við ChatGPT og Dall-E fikti, er þróun að eiga sér stað á bakvið tjöldin sem mun gjörbreyta daglegum rekstri fyrirtækja og kúvenda hegðun neytenda. Frá heilbrigðisþjónustu til fjármála, frá landbúnaði til fataverslana, þá er spurningin ekki lengur hvort gervigreind muni hafa áhrif á þitt fyrirtæki, heldur hvenær og hvernig - og hvort þið séu tilbúin.
Tryggvi Freyr Elínarson er einn af stofnendum og eigendum Datera og hefur yfir 20 ára reynslu í stafrænni markaðssetningu og viðskiptaþróun. Samhliða innlendum og erlendum verkefnum hefur Tryggvi markvisst byggt upp öflug tengslanet og státar því sterkum tengslum í innstu röðum hjá fyrirtækjum á borð við Facebook, Google, TripAdvisor, Snapchat, Tiktok, og Smartly, og því oftar en ekki með aðgang að upplýsingum og tækninýjungum sem ekki allir hafa.
Seinni kynning: Rachel Nunes frá Microsoft segir okkur hvernig öryggislausnir Microsoft aðstoða fyrirtæki að verjast ógnum gegn upplýsingaöryggi. KYNNING FER FRAM Á ENSKU.
Smelltu hér til að tengjast fundinum