Þjóðskrá Íslands, Borgartúni 21, Reykjavík Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Fundur á vegum gæðstjórnunarhóps:
Innleiðing ISO 9001 gæðastaðalsins hjá Þjóðskrá Íslands
Fundarefni - nánar:
Fasteignaskrá Íslands og Þjóðskrá sameinuðust í eina stofnun Þjóðskrá Íslands í júlí 2010. Hjá stofnuninni vinna nú rúmlega 90 manns á þremur starfsstöðvum. Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að halda fasteignaskrá og þjóðskrá, ákveða brunabótamat og fasteignamat og annast rannsóknir á fasteignamarkaðinum. Stofnunin sér einnig um rekstur starfs- og upplýsingakerfa fyrir sýslumenn og sveitarfélög og gefur út vegabréf. Þjóðskrá Íslands leggur áherslu á rafræna stjórnsýslu og rekur meðal annars upplýsinga- og þjónustuveituna Ísland.is.
Á fundinum verður rætt hvernig innleiðing á sameiginlegu stjórnkerfi gæðamála verður notað sem tæki til þess að aðvelda yfirsýn yfir margvísleg og flókin verkefni nýrrar stofnunar. Sameiginleg framtíðarsýn, gildi og gæðamarkmið verða kynnt ásamt nýju gæðaumsýslukerfi sem verður tekið í notkun samhliða innleiðingunni.
Framsögumenn
Sólveig J Guðmundsdóttir, forstöðumaður þjóðskrár-og gæðasviðs
Þorvarður Kári Ólafsson, gæða-og öryggisstjóri
Fundarstaður
Þjóðskrá Íslands, Borgartúni 21, Reykjavík
Fundurinn verður í fundarsal Ríkissáttasemjara, á 4.hæð.