Náman, Endurmenntun Háskóla Íslands
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Gæðastjórnunarhópur Stjórnvísi stendur fyrir morgunverðarfundi um gæðastjórnun í mannvirkjagerð. Fjallað verður um stöðu gæðastjórnunar í mannvirkjagerð, ný mannvirkjalög og kröfur sem þar eru gerðar varðandi gæðastjórnun auk afburðarárangurs í rekstri íslenskar fyrirtækja. Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan:
Dagskrá
Þórunn Viðarsdóttir, MPM - Meistaragráða í verkefnastjórnun og Helga Jónsdóttir, MPM - Meistaragráða í verkefnastjórnun : Að ná og viðhalda afburðaárangri - Afburðaárangur í rekstri íslenskra fyrirtækja
Pétur Hannesson, Verkefnisstjóri hjá Almennu verkfræðistofunni: Gæðastjórnun í mannvirkjagerð
Bjargey Guðmundsdóttir, Gæðastjóri Mannvirkjastofnunar: Fyrstu drög að leiðbeiningum um gæðastjórnunarkerfi fyrir iðnmeistara, hönnuði og byggingarstjóra.
Björn Karlsson, Forstjóri Mannvirkjastofnunar: Ný lög um mannvirki, ný byggingarreglugerð og ný Mannvirkjastofnun.
Anna Hulda Ólafsdóttir, Doktorsnemi í Iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands: Áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð með nálgun kvikra kerfislíkana