ÍAV, Höfðabakki 9 - 4. hæð, 110 Reykjavík. Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Síðasti fundur faghóps um gæðastjórnun starfsárið 2012 - 2013 verður haldinn hjá Íslenskum aðalverktökum fimmtudaginn 30. maí næstkomandi. Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs, flytur þá erindi sem ber yfirskriftina „Gæðastjórnun í íslenskum byggingariðnaði - Höfum við gengið til góðs?“
Í erindinu fjallar Sigurður um gæðastjórnun í íslenskum byggingariðnaði og þróunina síðastliðin 15-20 ár. Sigurður fjallar um byggingariðnaðinn í víðu samhengi, það er verkkaupa, hönnuði (arkitekta og verkfræðinga), verktaka og efnissala.
Sigurður lauk BSc gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands 1989 og MSc gráðu í sama fagi frá Danmarks Tekniske Højskole 1991. Frá útskrift hefur hann unnið við verkefna- og fyrirtækjastjórnun hjá stórum fyrirtækjum í byggingariðnaði. Sigurður stýrði t.a.m. byggingu Hörpunnar, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Í byrjun árs 2012 hlaut hann fyrstur Íslendinga alþjóðlega A stigs vottun sem verkefnastjóri.