Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Reyst - Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable Systems, Bæjarháls, 110 Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Áhugaverður fundur þar sem dr. Helgi Þór Ingason mun velta upp þeirri spurningu hvort gæðastjórnun eigi samleið með verkefnastjórnun og hvort hugmyndafræði gæðastjórnunar geti hjálpað okkur í verkefnum?
Helgi Þór Ingason (f. 1965) hefur doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og SCPM í verkefnastjórnun frá Stanford University. Hann hefur alþjóðlega vottun sem verkefnastjóri (Certified Senior Project Manager). Helgi Þór er dósent við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður MPM náms, sem er fjögurra missera meistaranám í verkefnastjórnun. Helstu áhugasvið hans eru gæða- og verkefnastjórnun, kvik kerfislíkön og nýting endurnýjanlegrar orku. Helgi Þór hefur kynnt rannsóknir sínar á ráðstefnum og í ritrýndum tímaritum. Hann er meðhöfundur sex bóka um verkefnastjórnun og tengd svið og vinnur að ritun bókar um gæðastjórnun sem Forlagið mun gefa út á fyrri hluta ársins 2014. Helgi Þór er einn af sex stjórnarmönnum í rannsóknarráði (Research Management Board) IPMA - Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga.
Staðsetning: Orkuveita Reykjavíkur