Sæmundargötu 4, 101 Reykjavík Sæmundargata 20, Sæmundargata 20, 101 Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Á undanförnum árum hefur verið lögð síaukin áhersla á formlegt gæðastarf í háskólum um allan heim. Endurspeglast þessi þróun hér á landi m.a. í lögum og reglum um háskóla ásamt aukinni þátttöku í formlegu gæðastarfi. Mikilvægum áfanga á þessari vegferð var náð árið 2011 þegar sett var á laggirnar Gæðaráð íslenskra háskóla, skipað sex alþjóðlegum sérfræðingum. Gæðaráðið setti í kjölfarið fram Rammaáætlun um eflingu gæða í íslensku háskólastarfi sem gerir m.a. ráð fyrir kerfisbundnu innra og ytra mati á gæðum í starfsemi háskólanna. Með tilkomu Rammaáætlunar eru innri og ytri úttektir fyrirferðamikill þáttur í starfsemi háskólanna. Í erindinu verður gerð grein fyrir þessari þróun, helstu þáttum rammaáætlunarinnar og gæðastarfi Háskóla Íslands.
Fyrirlesari:
Magnús Diðrik Baldursson, gæðastjóri Háskóla Íslands
Fundarstaður:
Háskólatorg; Stofa 101 (hringstofan á 1. hæð)
Sjá http://www.hi.is/haskolatorg