Skúlagata 21, 101 Reykjavík Skúlagata 21, 101 Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Árið 2010 voru ný lög um mannvirki samþykkt á Alþingi þar sem meðal annars segir að aðilar sem koma að hönnun, framkvæmdum og eftirliti með mannvirkjagerð skuli hafa gæðastjórnunarkerfi. Þessi krafa á við um hönnuði, hönnunarstjóra, byggingarstjóra, iðnmeistara og þá sem sinna eftirliti. Nánar er kveðið á um kröfur til gæðastjórnunarkerfanna í byggingarreglugerð frá árinu 2012 og Mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig gæðastjórnunarkefnin skuli vera.
Fyrirkomulagið byggir á reynslu við eftirlit með rafmagnsöryggi en nýjar aðferðir og notkun öryggisstjórnunarkerfa var komið á árið 1996 með nýjum lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga. Þetta og fleira er umræðuefni morgunfundarins.
Á þessum morgunfundi tekur Mannvirkjastofnun á móti okkur og verður dagskráin þessi:
Kröfur um gæðastjórnunarkerfi í byggingarreglugerð,
- Bjargey Guðmundsdóttir gæðastjóri, Mannvirkjastofnun
Gæðastjórnunarkerfi SI fyrir iðnmeistara,
- Ferdinand Hansen verkefnastjóri gæðastjórnunar, Samtök iðnaðarins
Reynslan af öryggisstjórnunarkerfum í rafmagnsöryggismálum,
- Jóhann Ólafsson fagstjóri rafmagnsöryggis, Mannvirkjastofnun
Hámarksfjöldi á fundinn eru 30 manns.