Straumsvík, 222 Hafnarfjörður
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur, Lean - Straumlínustjórnun,
Fullbókað er á fundinn.
Auður Ýr Sveinsdóttir, leiðtogi gæðamála og straumlínustjórnunar hjá ISAL segir frá samþættu stjórnkerfi fyrirtækisins sem byggir á árangursstjórnun skv. gæða-, umhverfis-, heilbrigðis- og öryggisstöðlum (ISO 9001, ISO 14001 og ISO 18001) og LEAN aðferðafræðinni.
Sagt verður frá innleiðingu LEAN aðferðafræðarinnar og samþættingu hennar við fyrra stjórnkerfi ISAL; hvernig stöðugar umbætur eru notaðar til að bæta árangur og leysa vandamál; hvaða atriði eru mikilvægust í innleiðingu LEAN; hvaða jákvæðu áhrif hefur innleiðing LEAN haft á rekstur fyrirtækisins og hvað þarf til þess að LEAN geti lifað áfram í fyrirtækjum að mati stjórnenda ISAL.
Að lokinni stuttri kynningu og spjalli verður boðið upp á vettvangsferð til að skoða LEAN upplýsingatöflur.
Ath. takmarkaður gestafjöldi.
ISAL hóf innleiðingu á LEAN árið 2010 og er vottað gagnvart ISO 9001 (síðan 1992), ISO 14001 (síðan 1997) og OSHAS 18001 (síðan 2003) stöðlum.