Klettagarðar 25, 104 Reykjavík Klettagarðar, Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Fyrirtækið Johan Rönning og stofnunin Landmælingar Íslands virðast ekki eiga mikið sameiginlegt við fyrstu kynni. En þó svo að starfsemi þessara tveggja vinnustaða sé ólík er a.m.k. tvennt sem tengir þá, báðir vinnustaðirnir hafa lagt mikla áherslu á góða starfsmannastjórnun og báðir hafa hlotið Jafnlaunavottun VR. Johan Rönning er fimmta fyrirtækið og Landmælingar Íslands eru fyrsta ríkisstofnunin sem hlotið hafa jafnlaunavottunina.
Á þessum fyrsta morgunfundi gæðastjórnunarhópsins verður farið yfir hvað felst í jafnlaunavottun sem er gerð samkvæmt íslenska staðlinum ÍST 85:2012 og hvernig þetta stjórntæki smellpassar inn í gæðakerfi sem byggir á gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001.
Hámarksfjöldi á fundinn eru um 25-30 manns.
Morgunfundurinn verður haldinn í húsakynnum Johan Rönning að Klettagörðum 25, miðvikudaginn 4. september kl. 8:30-10:00