11. apríl 2019 12:33
Strætó tók á móti okkur í ISO-Gæðastjórnun í morgun. Rut Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á Mannauðs- og gæðasviði sagði frá hvernig þróun fræðslu og umbótastarfs er hjá fyrirtækinu. Hún sagði frá nýju fræðslukerfi sem nýlega hefur verið innleitt og hversu vel það gengur fyrir starfsmenn að taka þátt í mikilvægri fræðslu sem tengist kröfu um vottun en fyrirtækið er vottað skv. ISO14001 og ISO 18.000. Starfsmenn, sem koma frá mjög mörgum þjóðlöndum, eru hvattir að sækja námskeið í íslensku en boðið er upp á öryggisnámskeið, fróðleiksnámskeið í „jakkafata-jóga“ og happy hipps.
Til að gera vinnuna enn meira fróðlega og skemmtilega hafa verið stofnuð „vöfflukaffi-teymi“ en þá eru hópar að hittast á kaffihúsi og fá sér einmitt vöfflur. Afleiðingarnar sem þessi fræðsla og námskeið hafa veitt er töluverð fækkun í fjarvistum.
Þar gafst einnig gott tækifæri að spyrja spurning og fræðast um starfsemi Strætó.
Stjórnvísi þakkar Strætó fyrir gott boð og fróðlegan fyrirlestur.