Faghópur um vörustjórnun – innkaupa og birgðastýringu var með viðburð hjá Eimskip, þar sem fjallað var um virðisaukandi innkaup. Það var góð mæting og fyrst fjallaði Sæunn Björk Þorkelsdóttir Innkaupastjóri um ástæður þess að innkaupadeild var stofnuð hjá Eimskip árið 2016 og þá vegferð sem var farin til að fá hagsmunaaðila með í að skapa virði og vinna með birgjum. Hún fjallaði um hvernig innkaup og betri nýting auðlinda er eitt af opinberum áhersluatriðum framkvæmdastjórnar og mikilvægi þess að hafa stuðning yfirmanna við framkvæmd virðisaukandi verkefna. Fjallaði hún um tvö pilot innkaupa verkefni sem unnin voru á alþjóðlega vísu og náðist fjárhagslegur ávinningur af.
Jónína Guðný Magnúsdóttir deildarstjóri Flutningastýringar gaf góða innsýn inn í áskoranir sem fylgja gámastýringu í sveiflukenndu umhverfi. Hvað er sameiginlegt gámastýringu og almennri vörustýringu, það er að réttur gámur sé á réttum stað á réttum tíma á sem hagstæðastan hátt. Þær áskoranir sem deildin á við, t.d. uppsöfnun gáma í Sundahöfn, forgangsröðun og fjöldi tegunda gáma. Báðar töluðu um mikilvægi samskipta og með því að halda vinnustofur með hagsmunaaðilum þvert á fyrirtækið til að ná sameiginlegri sýn, næst líka aukin samvinna og upplýsingagjöf.