Fundur á vegum faghóps um EFQM árangurslíkanið
Eiginleikar og hagnýting EFQM árangurslíkansins
Erindi og framsögumenn
-
EFQM árangurslíkanið - leið til árangurs
Haraldur Hjaltason framkvæmdastjóri Artemis mun fjalla um hvernig hægt er að nýta líkanið til að ná betri árangri í rekstri og fylgjast með árangrinum. - Hagnýting ÁTVR á EFQM árangurslíkaninu.
Einar S. Einarsson framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR mun fjalla um hvernig ÁTVR hefur nýtt sér EFQM líkanið og sýna hvernig fyrirtækið hefur getað fylgst með þróun og árangri með því að nota líkanið.
Þar sem fundurinn markar endurnýjun EFQM faghóps Stjórnvísi viljum við hvetja áhugafólk um líkanið til að gefa kost á sér í stjórn hópsins sem mynduð verður á fundinum.
Fundarstaður
ÁTVR að Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík.