Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35, 105 Reykjav Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Anna Hulda Ólafsdóttir heldur fyrirlestur um 60 eininga verkefni sitt til meistaraprófs í iðnaðarverkfræði frá IVT deild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.
Markmið verkefnisins er að skoða áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvernig áhrif gæðastjórnunar eru á verkkaupa og þá sérstaklega hvort marktækur munur sé á ánægju verkkaupa með framkvæmd verka hjá verktökum sem starfa eftir gæðastjórnunarkerfi miðað við verktaka sem starfa ekki eftir því. Einnig er kannað hvort marktækur munur sé á vinnubrögðum verktaka sem kveðast vinna eftir gæðastjórnunarkerfi miðað við þá sem starfa ekki eftir slíku og að lokum er staða gæðastjórnunar í mannvirkjagerð á Íslandi könnuð. Spurningalistar voru lagðir fyrir verkkaupa og verktaka og voru niðurstöður greindar fyrir hvern spurningalista ásamt því að svör verkkaupa voru tengd við svör viðkomandi verktaka og fylgni milli þátta úr báðum könnunum reiknuð.
Leiðbeinendur Önnu Huldu voru þeir Dr. Helgi Þór Ingason, dósent í iðnaðarverkfræði og Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði.