21. október 2024 14:53
Mánudaginn 21. október var haldinn viðburður í húsakynnum Akademías í Borgartúni.
Formaður faghóps um góða stjórnarhætti hélt stuttan inngang en að því loknu flutti Dr. Eyþór Ívar Jónsson ákaflega áhugavert og fróðlegt erindi um traust í samhengi við góða/ábyrga stjórnarhætti. Þar fór hann yfir nokkrar kenningar um traust og setti í samhengi við fyrirtækjarekstur, stjórnarhætti, teymisvinnu og fleiri þætti.
Óhætt er að segja að gerður hafi verið góður rómur að erindinu og að því loknu áttu sér stað líflegar umræður og skoðanaskipti sem tengdust efni erindisins, störfum stjórna og stjórnarháttum almennt.
"Slæður/glærur" eru aðgengilegar og einnig er von á að hægt verði að birta upptöku af viðburðinum fljótlega.