Bæjarháls 1, 110 Reykjavík Bæjarháls, Reykjavík, Ísland
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Tvö erindi eru á dagskrá um ábendingar og kvartanir.
„Ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum: Auðlind til umbóta“
Góður ferill fyrir úrvinnslu ábendinga og kvartana frá viðskiptavinum getur verið undirstaða umbóta, nýsköpunar og arðsemi. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki skrái hjá sér ábendingar og kvartanir, eru fá fyrirtæki sem ná, með árangursríkum hætti, að nýta sér ábendingar og kvartanir til úrbóta og vöruþróunar.
Guðrún Álfheiður Thorarensen og Hallbera Eiríksdóttir, nýútskrifaðir verkfræðingar frá Chalmers í Gautaborg, kynna niðurstöður úr mastersverkefni sínu og reyna að svara hvernig best skuli standa að málum og hverjar séu helstu hindranirnar þegar kemur að því að nýta ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum til árangurs.
„Ábendingar og kvartanir: Árangursrík þjálfun hjá Orkuveitu Reykjavíkur“
Sigrún Viktorsdóttir, forstöðumaður þjónustuvers og Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri fjalla um þjálfun í tengslum við ábendingar og kvartanir sem skilað hefur góðum árangri hjá Orkuveitu Reykjavíkur.