Vel heppnaður fundur um ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni sl föstudag

Yfir 50 manns mættu á fyrirlestur Þórðar forstjóra Skeljungs þar sem hann fór yfir vegferð og ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni. Skeljungur hóf EOS vegferðina í janúar í fyrra og hefur Bjarki Jóhannesson hjá Bravo leitt þá í gegnum hana. Það helsta sem kom fram á fundinum :

Bjarki hóf fundinn og fór stuttlega yfir sögu EOS aðferðafræðinnar og út á hvað hún gengur útfrá EOS módelinu.

Þórður byrjaði á að segja frá Skeljungi í dag eftir uppskiptingu í lok árs 2021 þar sem einu félagi var skipt í þrjú, þ.e. Skeljung, Orkuna og Gallon. Fyrsta rekstrarár Skeljungs gekk vonum framar þrátt fyrir uppskiptingu, flutning starfseminnar og erfið markaðskilyrði. Telur hann að EOS hafi átt stóran þátt í því. Hann lýsti svo ferlinu við innleiðingu EOS og hvernig fyrsta árið þróaðist í því vinnulagi sem EOS skapar. Nú er svo komið að allt fyrirtækið er orðið virkt í aðferðafræðinni.  Hann lauk svo fyrirlestrinum með þvi að fara yfir ávinninginn og nálgaðist það útfrá helstu EOS verkfærunum. Ljóst er að ávinningur EOS er töluverður en helstu punktar eru þessir

1. Félagið hefur skýra sýn, framkvæmdastjórnin er 100%  á sömu blaðsíðu og mjög  samstíga. Allt starfsfólkið þekkir sýn félagsins.

2. Fundaskipulagið tryggir að við erum að fara í rétta átt í öllum teymum, í hverri viku , í hverjum ársfjórðungi, ár eftir ár.

3. Vikulegu skorkortin byggja upp ábyrgð því allir eru með mælingar sem þeir þurfa að standa skil á. Þau ýta einnig undir að það mikilvægasta fyrir árangur í rekstrinum er gert í hverri einustu viku.

4. Unnið er skipulega að því að ná markmiðum fyrirtækisins með ársfjórðunglegum forgangsverkefnum. Teymin taka virkan þátt í að útfæra forgangsverkefni og mun fleiri umbætur eru virkjaðar en ella. Með vikulegri eftirfylgni aukast líkur á að þeim ljúki á tilsettum tíma verulega.

5. Mál eru dregin fram allstaðar í fyrirtækinu og tækluð. Allir eru vakandi fyrir því sem betur má fara og er unnið að lausnum í öllum teymum. Með vikulegri eftirfylgni tryggjum við framkvæmd úrlausna.

6. Kjarnagildin hafa þegar haft afgerandi  áhrif á fyrirtækjamenninguna. Þau gera okkur alltaf meðvituð um hvernig viðhorf og hegðun við erum að leita eftir í okkar fólki og við ýtum undir þá hegðun.

7. Ábyrgðarritið hefur gert það að verkum að ábyrgðin er skýr og við erum meðvituð um að hlutverk okkar og hvers annars. Ábyrgðarritið hefur veitt stjórnendum góða yfirsýn og aukið ábyrgðartilfinningu starfsfólks.

8.  EOS hefur fært stjórnendum verkfæri til að verða betri stjórnendur.  Tekist hefur að dreifa ábyrgðinni betur og valdefla starfsfólkið. Við erum að sjá aukið traust í framkvæmdastjórninni og meiri samheldni, auk þess sem aðferðafræðin hefur fært okkur mikla yfirsýn og yfirvegun þar sem við vitum að fólkið er að vinna í réttum hlutunum í hverri einustu viku.

9. Hugbúnaðurinn sem heldur utan um allt það sem tengist EOS er orðið að helsta stjórntæki félagsins. Hann veitir mikla yfirsýn yfir stöðuna í öllum teymum (skorkortin, forgangsverkefnin og málin sem verið er að tækla.) Þar eru allir fundir teymana keyrðir og allar ákvarðanir skráðar og eftirfylgni tryggð. 

Að lokum fór Þórður yfir næstu skref í EOS vinnunni. Hann telur að það taki að minnsta kosti ár í viðbót þar til EOS hugsunin er komin í DNA hjá fyrirtækinu.  

Mikið var um spurningar í lokin og greinilegt að margir voru mjög ánægðir með fundinn. 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?