Vel heppnaður fundur um ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni sl föstudag

Yfir 50 manns mættu á fyrirlestur Þórðar forstjóra Skeljungs þar sem hann fór yfir vegferð og ávinning Skeljungs af EOS aðferðafræðinni. Skeljungur hóf EOS vegferðina í janúar í fyrra og hefur Bjarki Jóhannesson hjá Bravo leitt þá í gegnum hana. Það helsta sem kom fram á fundinum :

Bjarki hóf fundinn og fór stuttlega yfir sögu EOS aðferðafræðinnar og út á hvað hún gengur útfrá EOS módelinu.

Þórður byrjaði á að segja frá Skeljungi í dag eftir uppskiptingu í lok árs 2021 þar sem einu félagi var skipt í þrjú, þ.e. Skeljung, Orkuna og Gallon. Fyrsta rekstrarár Skeljungs gekk vonum framar þrátt fyrir uppskiptingu, flutning starfseminnar og erfið markaðskilyrði. Telur hann að EOS hafi átt stóran þátt í því. Hann lýsti svo ferlinu við innleiðingu EOS og hvernig fyrsta árið þróaðist í því vinnulagi sem EOS skapar. Nú er svo komið að allt fyrirtækið er orðið virkt í aðferðafræðinni.  Hann lauk svo fyrirlestrinum með þvi að fara yfir ávinninginn og nálgaðist það útfrá helstu EOS verkfærunum. Ljóst er að ávinningur EOS er töluverður en helstu punktar eru þessir

1. Félagið hefur skýra sýn, framkvæmdastjórnin er 100%  á sömu blaðsíðu og mjög  samstíga. Allt starfsfólkið þekkir sýn félagsins.

2. Fundaskipulagið tryggir að við erum að fara í rétta átt í öllum teymum, í hverri viku , í hverjum ársfjórðungi, ár eftir ár.

3. Vikulegu skorkortin byggja upp ábyrgð því allir eru með mælingar sem þeir þurfa að standa skil á. Þau ýta einnig undir að það mikilvægasta fyrir árangur í rekstrinum er gert í hverri einustu viku.

4. Unnið er skipulega að því að ná markmiðum fyrirtækisins með ársfjórðunglegum forgangsverkefnum. Teymin taka virkan þátt í að útfæra forgangsverkefni og mun fleiri umbætur eru virkjaðar en ella. Með vikulegri eftirfylgni aukast líkur á að þeim ljúki á tilsettum tíma verulega.

5. Mál eru dregin fram allstaðar í fyrirtækinu og tækluð. Allir eru vakandi fyrir því sem betur má fara og er unnið að lausnum í öllum teymum. Með vikulegri eftirfylgni tryggjum við framkvæmd úrlausna.

6. Kjarnagildin hafa þegar haft afgerandi  áhrif á fyrirtækjamenninguna. Þau gera okkur alltaf meðvituð um hvernig viðhorf og hegðun við erum að leita eftir í okkar fólki og við ýtum undir þá hegðun.

7. Ábyrgðarritið hefur gert það að verkum að ábyrgðin er skýr og við erum meðvituð um að hlutverk okkar og hvers annars. Ábyrgðarritið hefur veitt stjórnendum góða yfirsýn og aukið ábyrgðartilfinningu starfsfólks.

8.  EOS hefur fært stjórnendum verkfæri til að verða betri stjórnendur.  Tekist hefur að dreifa ábyrgðinni betur og valdefla starfsfólkið. Við erum að sjá aukið traust í framkvæmdastjórninni og meiri samheldni, auk þess sem aðferðafræðin hefur fært okkur mikla yfirsýn og yfirvegun þar sem við vitum að fólkið er að vinna í réttum hlutunum í hverri einustu viku.

9. Hugbúnaðurinn sem heldur utan um allt það sem tengist EOS er orðið að helsta stjórntæki félagsins. Hann veitir mikla yfirsýn yfir stöðuna í öllum teymum (skorkortin, forgangsverkefnin og málin sem verið er að tækla.) Þar eru allir fundir teymana keyrðir og allar ákvarðanir skráðar og eftirfylgni tryggð. 

Að lokum fór Þórður yfir næstu skref í EOS vinnunni. Hann telur að það taki að minnsta kosti ár í viðbót þar til EOS hugsunin er komin í DNA hjá fyrirtækinu.  

Mikið var um spurningar í lokin og greinilegt að margir voru mjög ánægðir með fundinn. 

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?