ÖÖ: óvirkur: Tæknifaghópur: Fréttir og pistlar
Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Faghópur um tækni hélt sinn fyrsta fund í hádeginu í dag og voru tæplega 100 manns á fundinum. Fyrirlesari var Ólafur Andri Ragnarsson kennari við Háskólann í Reykjavík og fjallaði hann um nýjustu tækni og framtíðina. Ólafur segir að það eina sem við vitum fyrir vissu sé að framtíðin verði alltaf betri.
Ólafur Andri hefur skrifað bók um tækni „Fjórða iðnbyltingin“ og hugur hans er allur í tækni. Núna er fjórða iðnbyltingin og telur Ólafur Andri að hún hafi byrjað árið 2007 í San Francisco þegar Steve Jobs kynnti nýja snjallsímann. Í dag eru 4 milljarðar snjalltækja og fólk snertir símann sinn mörg hundruð sinnum á dag. Iphone 12 kemur út í dag og er grunnur fyrir næstu byltingu. Einu stóru framfarirnar í símanum eru myndavélarnar. Aðaltekjulind Amazon er gagnahýsing. „Software eats the world“. Gervigreindin er löngu komin, allt gerist í rauntíma. Svakalegar breytingar eru að eiga sér stað í verslun og fjármálakerfum. Við getum í dag talað við hluti eins og hjólið okkar í gegnum netið. Nú tengist allt netinu snjallúr, bíllinn, húsið, sjónvarpið. Nú eru komnar verslanir í US „Walk away“ þar sem gervigreind les allar vörur sem þú ert með og skuldfærir. Gervigreindin er alls staðar, í Kína er hægt að sjá með andlitsgreiningu hver er inn í hvaða verslun. Gervigreindin leysir mörg verkefni afskaplega vel. Gervigreind og róbot eru farnir að geta búið til pizzur. Í Reykjavík fljúga róbotar með vörur og matarsendingar heim til fólks. Róbotar 21. aldar sjá, heyra, læra og tjá sig. Þetta eru vélar sem eiga samskipti við mannfólk. 5G mun skipta miklu máli fyrir færanlega róbota.
Ólafur ræddi um sárafátækt í heiminum sem í dag er undir 10%. Ungbarnadauði hefur nánast horfið. Ál, timbur og málmar eru minna notaðar. En hvað með framtíðina? Framfarir munu halda áfram og aukast á 21.öldinni. Við lifum lengur og verðum ríkari og fólksfjöldi staðnar. Rosaleg uppbygging verður í Asíu og Afríku þar verða risaborgir framtíðarinnar.
Störf munu breytast, þau þurfa að verða skemmtilegri, minna stressandi og hættuminni. Tæknilegt atvinnuleysi er alltaf tímabundin og mun verða. Við munum vinna minna og vinna frá kl.09:-17:00 er liðin tíð. Mjög margt spennandi verður á heilsusviðinu. Við þurfum alltaf að vera að læra. Farsíminn verður framtíðin okkar og verður jafnvel í gleraugunum okkar. Hann veit allt um okkur og gefur okkur öll ráð varðandi næringu, tísku, nám o.fl.
Nýr faghópur hefur verið stofnaður um tækni. Smelltu hér til að skrá þig í faghópinn. Fjöldi áhugaverðra aðila sýndi áhuga á að koma í stjórn faghópsins og úr varð níu manna stjórn sem hittist á Kringlukránni í hádeginu í dag og ræddi hugsanlegar áherslur faghópsins. Stjórnina skipa: María Björk Ólafsdóttir Mementopayments formaður, Fjalar Sigurðarson Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Guðmundur Arnar Intellecta, Ragnhildur Ágústsdóttir Eldvirkni, Sigríður Hjörleifsdóttir ORF Genetics, Sigrún María Ammendrup Háskólanum í Reykjavík, Sigurjón Hákonarson Ozio, Valþór Druzin Icelandair og Víðir Ragnarsson Orkuveitu Reykjavíkur.