Stafræn fræðsla: Fréttir og pistlar
Viljum benda félagsmönnum á að mögulegt er að nálgast nýja handbók um fjarkennslu Sprelllifandi fjarkennsla hjá Gerum betur eftir Margréti Reynisdóttir án kostnaðar á hlekknum HÉR
Dæmi um umsagnir hjá þeim sem rýndu bókina:
- Gott að fá verkfæri og leiðbeiningar til að virkja nemendur
- Kúnst að hafa uppsetninguna svona aðgengilega
- Við lestur handbókarinnar fékk ég fljótt í fingurna hvernig get notað í alskyns kennslu og á námskeiðum
- Góðar hugmyndir og auðvelt að aðlaga að því námsefni sem hef verið með í staðbundinni þjálfun/námskeiðum
- Á mannamáli
Viðburðurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Jón Þórðarson hjá Proevents fór í morgun yfir viðburðarstjórnun í breyttu umhverfi. Fundurinn var á vegum faghópa um Þjónustu- og markaðsstjórnun, Verkefnastjórnun, Stafræn fræðsla.
Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Christian Erquicia Degnan, Global Business Develeopment hjá Gamelearn fræddi okkur um hvernig við getum notað tölvuleiki í fræðslu til að ná dýpri þekkingu og gera þetta skemmtilegt. Viðburðinn var á vegum faghóps um stafræna fræðslu.
Faghópur um stafræna fræðslu hélt fund í morgun sem bar yfirskriftina Tæknilega hliðin og mismunandi leiðir í framsetningu stafræns fræðsluefnis hjá Arion banka. Sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi stafrænnar fræðslu og standa nú í innleiðingu eða hafa nýlokið við hana. Ýmsar hindranir verða þá í vegi fyrirtækja því að mörgu er að hyggja.
Það voru þau Hörður Bjarkason og Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir hjá Arion banka sem deildu með okkur sinni upplifun í innleiðingu á stafrænni fræðslu hjá bankanum. Þau fóru yfir hvaða leiðir þau hafa farið í framsetningu á fræðsluefni og hvaða tæknilegu hindranir hafa orðið á vegi þeirra.
Í mannauðsstefnu Arion banka hefur stöðug þróun og fræðsla verið stórt áhersluatriði en þau komu einnig inn á hvernig þau hafa lagt sig fram við að gera fræðsluna þægilegri og aðgengilegri fyrir starfsfólk bankans.
Hörður og Freyja hófu erindið sitt á því að segja frá hvernig allt byrjaði hjá Arion banka. Þau einsettu sér að vera í fararbroddi banka, verða besti stafræni bankinn. Vegferðin hófst haustið 2016. Byrjað var á að 1.velja kerfi 2.innleiða 3.velja búnað 4.setja upp fyrsta fyrirlesturinn.
Í upphafi þegar verið var að velja kerfið var farið í að skoða hvaða eiginleika kerfin þurftu að hafa. Annars vegar námsumsjónarkerfi og hins vegar framleiðslukerfi. Námsumsjónarkerfi þurfti að hafa gott notendaviðmót, vera einfalt í notkun, geta haldið utan um áhorf, hýst mismunandi framsetningarform og hægt að setja upp kannanir. Varðandi framleiðslukerfin var horft til að það þurfti að geta búið yfir upptöku af skjá, unnið með hljóð, útbúa spurningakannir við fyrirlestur. En hvaða kerfi völdu þau? Articulate 360. En kerfið mætti ekki þeim þörfum sem þau voru að sækjast eftir. Kerfið bjó yfir ágætis tölfræði en uppfylli ekki aðrar þarfir. Eloomi varð næst fyrir valinu og mætti öllum þeirra þörfum. Endalaust er til af kerfum. Vyond er notað til að búa til grafík. Í office365 eru frábær forrit, Teams o.fl.
Helstu áskoranirnar í innleiðingunni voru að tryggja að allir myndu byrja að nota kerfið þannig að það skilaði sínum tilgangi. Þetta var breyting á því hvernig upplýsingum var miðlað innanhúss. Einnig að sannfæra innanhússaðila til að framleiða stafrænt efni. Þetta var erfitt í byrjun en það sem hjálpaði mikið var breytingin í samfélaginu. Nú eru allir orðnir vanir því að tala í myndavél og mike. T.d ef það var tal í fyrirlestrinum þá þurfti að ákveða hver ætti að tala. Á t.d. að nota alltaf sömu röddina þ.e. rödd bankans? Þau ákváðu að fara þá leið að sérfræðingar á ákveðinni vöru væri rödd vörunnar. Nú er því engin ein rödd heldur margar. Þetta varð því kúltúrbreyting. En hvaða búnað þurfa starfsmenn? Svarið var að byrja með það sem þú hefur þ.e. tölvuna og heyrnartól. Í dag eru þau með upptökuherbergi með teppi á veggjunum og hafa fjárfest í útvarpsmíkrófón. Þar með voru komin stúdíógæði. Þetta var mikill munur því komin var föst stöð fyrir upptökuna. Varðandi innri markaðssetningu þá fannst eldra starfsfólkinu þetta afskaplega spennandi og gaf sér lengri tíma til að sækja sér þekkingu. Mikil markaðssetning var á innranetinu og var t.d. send kaka á þau útibú sem voru duglegust að horfa.
Einn þátturinn í mannauðsstefnu Arion er stöðug fræðsla, því er alltaf tengt við hana í stafrænni fræðslu. Þannig innleiðist mannauðsstefnan enn frekar við fræðsluna og tengist. En hvernig var innri markaðssetningin notuð til að styðja við fræðsluna? Þau eru í reglulegu samstarfi við markaðsdeildina og eru alltaf með sömu litina. Fræðslan hefur brand innávið. Appelsínuguli liturinn er fræðslan til að fá fólk til að tengja við hlutinn. Vörumerkið fræðsla er því tengd við þennan appelsínugula lit á bláum grunni. En hvaða áskorun standa þau alltaf frammi fyrir? Hvað þarf stöðugt að hugsa um? Það er að það þarf stöðugt að vera að framleiða nýtt efni. Passa sig á í fyrirlestri að hafa hann eins tímalausan og hægt er, vísa ekki í myndir af fólki eða tala um daginn í dag bara til að einfalda vinnuna. Því betra sem handritið er því betri verður fyrirlesturinn. Skrifa í Word skjal það sem á að segja.
Í dag eru í fræðslu notuð leikin myndbönd, kannanir/próf, lesefni, greinar, fréttabréf, glærushow með voiceover, upptaka af skjá, grafísk myndbönd/animated cartoons, hlaðvörp, glærushow með interactive þátttöku, hljóðbækur, fjarfundir, umræðuhópar, fjarfundur á Teams og allt hitt. En af hverju er verið að setja fram fræðsluefni á svona marga mismunandi vegu? Það er vegna þess að markhópurinn er ólíkur og fræðsluefnið einnig.
Ekki eru allir fyrirlestrar skylda heldur einungis hluti fræðslunnar. Að lokum mæltu þau með að hafa frekar færri en fleiri skyldufyrirlestra. Saman látum við góða hluti gerast voru lokaorðin í þessum flotta fyrirlestri.
Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér.
Faghópur um stafræna fræðslu hélt í morgun fjölmennan fund í Landsvirkjun. Hildur Jóna Bergþórsdóttir hjá Landsvirkjun og Sigurbjörg Magnúsdóttir hjá Domino´s sögðu frá innleiðingu á stafrænni fræðslu á sínum vinnustöðum. Þær fóru yfir hvað gekk vel og helstu áskoranir við innleiðingar.
Hildur Jóna sagði að hjá Landsvirkjun væru 18 starfssvæði á landinu á 7 vinnustöðum. Í febrúar 2019 var byrjað í stafrænni fræðslu Eloomi. Hjá Landsvirkjun er fólk bæði í skrifstofuhúsnæði, í virkjun og úti. Það skiptir Landsvirkjun miklu máli að endurmennta og sinna góðri fræðslu. Landsvirkjun hefur verið duglegt í að búa til heimatilbúið fræðsluefni. Þegar keypt er erindi þá er alltaf keypt upptaka því hluti starfsmanna vinnur vaktir. Alls staðar eru notaðar spjaldtölvur. Ástæðan fyrir að ákveðið var að fara í stafræna fræðslu var þjálfun nýliða; nú fá allir fræðslu frá degi eitt. Starfsaldur og lífaldur er mjög hár og því 12-20 nýráðningar á ári. Alltaf er verið að uppfæra fræðsluna því hún er online. Nú geta stjórnendur fylgst með nýliðaþjálfuninni. Landsvirkjun er með ISO vottun og þarf að sýna fram á hvaða þjálfun hver og einn er að fá. Kerfið hjálpar til að halda utan um þau mál.
Helstu áskoranirnar hafa verið: Eigum við til eitthvað stafrænt efni? Byrjað var með 2 námskeið (einelti og kynferðisleg áreitni). Lítið hefur verið hægt að kaupa efni á íslensku til að byrja með en í dag er miklu meira úrval. Einn frá hverju sviði er í fræðsluhópi í dag sem einskorðast þá ekki eingöngu við starfsmannasvið. Samstarf við upplýsingasvið er gríðarlega mikilvægt. Mikilvægasta áskorunin er að fá starfsmenn til að taka þátt. Ýmsar leiðir hafa verið farnar eins og að kynna á starfsmannafundum, Workplace auglýsingar, fundir með stjórnendum, farið á sviðsfundi, maður á mann, fræðslufundir o.fl. Framtíðin er ágætlega björt og í dag eru 52 námskeið inni í kerfinu í dag. Næstu skref eru að virkja þá starfsmenn sem enn hafa ekki verið virkir, senda skýrslur til stjórnenda, senda yfirlit yfir námskeið sem eru í boði á stjórnendur, endurnýja skyldufræðslu, uppfæra nýliðafræðslu, stjórnendafræðslu o.fl.
Sigurbjörg Magnúsdóttir fræðslustjóri hjá Domino´s sagði að hjá Domino´s eru 24 verslanir dreifðar út um land allt, 700 starfsmenn 72% karlar og 28% konur og meðalaldur starfsmanna er 22,1 ár og starfsmannaveltan hröð. Í maí 2019 var fjárfest í Eloomi og í júní-ágúst voru byggðir upp innviðir, í september var samtenging við Workplase og í október var byrjað á fullu og nú er búið að þróa það í hálft ár. Helstu áskoranir Domino´s er ungur starfsmannahópur, starfsfólk er á aldrinum 14-55 ára og athyglisspönnin er stutt, lágt menntunarstig, innri hvati til að sækja sér þekkingu er lítil, aukin áhersla á ytri hvatningu og hver ber ábyrgð á þessu öllu saman, er það starfsmannahald eða hver og einn stjórnandi fyrir sig? Starfsmenn spyrja hvort þeir fái greitt fyrir námskeiðin.
Öll fyrirtæki eiga fullt af fræðslu. Sigurbjörg sagði að þau hefðu endurhannað öll námskeið eftir handritum til að samþætta á allt fyrirtækið. Til að tryggja að þekkingin sitji eftir þá eru tekin próf og alltaf er örkönnun þar sem starfsmenn meta hvernig þeim þótti námskeiðið. Öll námskeið eru í dag á myndböndum og eru starfsmenn að leika í myndböndunum, það skilar betri árangri að þau eru að vinna þetta saman. Öll námskeið hjá Domino´s eru bæði á íslensku og ensku. Á hverjum mánudegi er nýliðafræðsla því starfsmannaveltan er hröð. Ráðningarkerfið, Eloomi og Workplace tala saman. Workplace er mjög virkt hjá Domino´s. Forstjórinn er með spjall þar þegar starfsmenn byrja og segir hann frá því hvað Workplace er mikilvægt og að ljúka grunnnámskeiði í Eloomi. Á einungis 20 dögum tókst þeim að virkja 75% starfsmanna og nú er ábyrgðin að færast yfir á verslunarstjórana. En hvað hefur breyst? Tíminn sem fer í staðbundnar þjálfun hefur minnkað og tíminn fyrir persónulegri aðlögun aukist. Þetta hefur bein áhrif á starfsmannaveltuna og starfsánægju. Öll þjálfun er orðin skilvirkari og reglubundnari. Hægt er að taka námskeið hvar og hvenær sem er og á þeim hraða sem hver og einn kýs. Yfirsýn og utanumhald á fræðslu og starfsþróun starfsmanna hefur stóraukist og auðveldara er að koma auga á framúrskarandi starfsfólk. En hvað er framundan? Stöðug þróun og umbætur á öllu fræðsluefni og nýr leiðarvísir að starfsþróun „Career Roadmap“. Einnig er hafin vinna með Articulate 360. Í lokin voru fjöldi fyrirspurna.
Hrönn Jónsdóttir, CRM Online Writer hjá Marel, tók á móti okkur og kynnti fyrir okkur hvernig þau nálgast stafræna fræðslu fyrir þennan fjölbreytta hóp notanda við að læra á kerfi og ferli. Hjá Marel starfa rúmlega 6000 manns á heimsvísu og þar af eru um 2000 notendur af CRM kerfi Marel (Salesforce og ServiceMax - Custom relationship Management systems).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi í stafrænni fræðslu hjá Intellecta og formaður faghópsins, opnaði fyrsta viðburð faghópsins og kynnti stuttlega stafræna fræðslu og helstu kosti þess í dag.
Það mættu rúmlega 40 manns á viðburðinn. Einnig er áhugavert fyrir okkur sem eru í stafrænni fræðslu að það voru að meðaltali rúmlega 20 netgestir að fylgjast með streyminu á meðan Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi streymdi beint á Facebook síðu Stjórnvísis. Hérna má sjá streymið af viðburðinum Facebook og nokkrar myndir fóru á viðburðinn á Facebook.
Við hlökkum til að kynna næstu fundi faghópsins og ef þú hefur hugmynd af efni fyrir faghópinn, ekki hika við að senda okkur sem erum í stjórninni póst eða á steinunn@intellecta.is
Fjörutíu áhugaverðir aðilar sýndu faghópi um rafræna fræðslu áhuga, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta fyrstu stjórn hópsins. Úr varð fjórtan manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra vinnustaða sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur hópsins var á Nauthól í dag þar sem aðilar kynntu sig og farið var yfir hugsanlegar áherslur hópsins á næstunni. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. Stjórn faghópsins skipa: Auður Hrefna Guðmundsdóttir Landsbankinn, Elvar Helgason Rannís, Eva Ýr Gunnlaugsdóttir Össur, Fjóla maría Ágústsdóttir fjármála-og efnahagsráðuneytið, Guðfinna Harðardóttir Starfsmennt, Hildur Jóna Bergþórsdóttir Landsvirkjun, Hrönn Jónsdóttir Marel, Hörður Bjarkason Arion banki, Kolbrún Magnúsdóttir Blue Lagoon, Kristín Sigrún Guðmundsdóttir Reykjavíkurborg, Lóa Gestsdóttir Isavia, Steinunn Ketilsdóttir Intellecta og Þórdís Valsdóttir SÝN.
Meðfylgjandi er kynning sem sýnd var á stofnfundi.