Hrönn Jónsdóttir, CRM Online Writer hjá Marel, tók á móti okkur og kynnti fyrir okkur hvernig þau nálgast stafræna fræðslu fyrir þennan fjölbreytta hóp notanda við að læra á kerfi og ferli. Hjá Marel starfa rúmlega 6000 manns á heimsvísu og þar af eru um 2000 notendur af CRM kerfi Marel (Salesforce og ServiceMax - Custom relationship Management systems).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi í stafrænni fræðslu hjá Intellecta og formaður faghópsins, opnaði fyrsta viðburð faghópsins og kynnti stuttlega stafræna fræðslu og helstu kosti þess í dag.
Það mættu rúmlega 40 manns á viðburðinn. Einnig er áhugavert fyrir okkur sem eru í stafrænni fræðslu að það voru að meðaltali rúmlega 20 netgestir að fylgjast með streyminu á meðan Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi streymdi beint á Facebook síðu Stjórnvísis. Hérna má sjá streymið af viðburðinum Facebook og nokkrar myndir fóru á viðburðinn á Facebook.
Við hlökkum til að kynna næstu fundi faghópsins og ef þú hefur hugmynd af efni fyrir faghópinn, ekki hika við að senda okkur sem erum í stjórninni póst eða á steinunn@intellecta.is