Innleiðing á stafrænni fræðslu hjá Landsvirkjun og Domino´s

Faghópur um stafræna fræðslu hélt í morgun fjölmennan fund í Landsvirkjun. Hildur Jóna Bergþórsdóttir hjá Landsvirkjun og Sigurbjörg Magnúsdóttir hjá Domino´s sögðu frá innleiðingu á stafrænni fræðslu á sínum vinnustöðum. Þær fóru yfir hvað gekk vel og helstu áskoranir við innleiðingar.  

Hildur Jóna sagði að hjá Landsvirkjun væru 18 starfssvæði á landinu á  7 vinnustöðum. Í febrúar 2019 var byrjað í stafrænni fræðslu Eloomi.  Hjá Landsvirkjun er fólk bæði í skrifstofuhúsnæði, í virkjun og úti.  Það skiptir Landsvirkjun miklu máli að endurmennta og sinna góðri fræðslu.  Landsvirkjun hefur verið duglegt í að búa til heimatilbúið fræðsluefni. Þegar keypt er erindi þá er alltaf keypt upptaka því hluti starfsmanna vinnur vaktir.  Alls staðar eru notaðar spjaldtölvur.  Ástæðan fyrir að ákveðið var að fara í stafræna fræðslu var þjálfun nýliða; nú fá allir fræðslu frá degi eitt.  Starfsaldur og lífaldur er mjög hár og því 12-20 nýráðningar á ári.  Alltaf er verið að uppfæra fræðsluna því hún er online.  Nú geta stjórnendur fylgst með nýliðaþjálfuninni.  Landsvirkjun er með ISO vottun og þarf að sýna fram á hvaða þjálfun hver og einn er að fá. Kerfið hjálpar til að halda utan um þau mál. 

Helstu áskoranirnar hafa verið: Eigum við til eitthvað stafrænt efni? Byrjað var með 2 námskeið (einelti og kynferðisleg áreitni).  Lítið hefur verið hægt að kaupa efni á íslensku til að byrja með en í dag er miklu meira úrval.  Einn frá hverju sviði er í fræðsluhópi í dag sem einskorðast þá ekki eingöngu við starfsmannasvið.  Samstarf við upplýsingasvið er gríðarlega mikilvægt. Mikilvægasta áskorunin er að fá starfsmenn til að taka þátt.  Ýmsar leiðir hafa verið farnar eins og að kynna á starfsmannafundum, Workplace auglýsingar, fundir með stjórnendum, farið á sviðsfundi, maður á mann, fræðslufundir o.fl.  Framtíðin er ágætlega björt og í dag eru 52 námskeið inni í kerfinu í dag.  Næstu skref eru að virkja þá starfsmenn sem enn hafa ekki verið virkir, senda skýrslur til stjórnenda, senda yfirlit yfir námskeið sem eru í boði á stjórnendur, endurnýja skyldufræðslu, uppfæra nýliðafræðslu, stjórnendafræðslu o.fl. 

Sigurbjörg Magnúsdóttir fræðslustjóri hjá Domino´s sagði að hjá Domino´s eru 24 verslanir dreifðar út um land allt, 700 starfsmenn 72% karlar og 28% konur og meðalaldur starfsmanna er 22,1 ár og starfsmannaveltan hröð.  Í maí 2019 var fjárfest í Eloomi og í júní-ágúst voru byggðir upp innviðir, í september var samtenging við Workplase og í október var byrjað á fullu og nú er búið að þróa það í hálft ár. Helstu áskoranir Domino´s er ungur starfsmannahópur, starfsfólk er á aldrinum 14-55 ára og athyglisspönnin er stutt, lágt menntunarstig, innri hvati til að sækja sér þekkingu er lítil, aukin áhersla á ytri hvatningu og hver ber ábyrgð á þessu öllu saman, er það starfsmannahald eða hver og einn stjórnandi fyrir sig?  Starfsmenn spyrja hvort þeir fái greitt fyrir námskeiðin.

Öll fyrirtæki eiga fullt af fræðslu.  Sigurbjörg sagði að þau hefðu endurhannað öll námskeið eftir handritum til að samþætta á allt fyrirtækið.  Til að tryggja að þekkingin sitji eftir þá eru tekin próf og alltaf er örkönnun þar sem starfsmenn meta hvernig þeim þótti námskeiðið.  Öll námskeið eru í dag á myndböndum og eru starfsmenn að leika í myndböndunum, það skilar betri árangri að þau eru að vinna þetta saman.  Öll námskeið hjá Domino´s eru bæði á íslensku og ensku.  Á hverjum mánudegi er nýliðafræðsla því starfsmannaveltan er hröð.  Ráðningarkerfið, Eloomi og Workplace tala saman.  Workplace er mjög virkt hjá Domino´s.  Forstjórinn er með spjall þar þegar starfsmenn byrja og segir hann frá því hvað Workplace er mikilvægt og að ljúka grunnnámskeiði í Eloomi.  Á einungis 20 dögum tókst þeim að virkja 75% starfsmanna og nú er ábyrgðin að færast yfir á verslunarstjórana.  En hvað hefur breyst? Tíminn sem fer í staðbundnar þjálfun hefur minnkað og tíminn fyrir persónulegri aðlögun aukist.  Þetta hefur bein áhrif á starfsmannaveltuna og starfsánægju.  Öll þjálfun er orðin skilvirkari og reglubundnari.  Hægt er að taka námskeið hvar og hvenær sem er og á þeim hraða sem hver og einn kýs.  Yfirsýn og utanumhald á fræðslu og starfsþróun starfsmanna hefur stóraukist og auðveldara er að koma auga á framúrskarandi starfsfólk.  En hvað er framundan? Stöðug þróun og umbætur á öllu fræðsluefni og nýr leiðarvísir að starfsþróun „Career Roadmap“. Einnig er hafin vinna með Articulate 360.  Í lokin voru fjöldi fyrirspurna.        

 

 

Um viðburðinn

Innleiðing á stafrænni fræðslu hjá Landsvirkjun og Domino´s

Hildur Jóna Bergþórsdóttir hjá Landsvirkjun og Sigurbjörg Magnúsdóttir hjá Domino´s ætla að segja frá innleiðingu á stafrænni fræðslu á sínum vinnustöðum. Þær munu fara yfir hvað gekk vel og helstu áskoranir við innleiðingar og síðan verða umræður og kaffi á eftir. 

Viðburður verður haldinn hjá Landsvirkjun að Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík. 

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn þar sem þátttakendalisti verður sendur til Landsvirkjunar vegna innskráningakrafna inn í húsið. 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?