26
okt.
2012
26. okt. 2012
09:00 - 13:00
/
Arion banki - Borgartúni
Stærsta fjárfestaráðstefna Íslands - Seed Forum Iceland - verður haldin föstudaginn 26. október í Arion Banka (skráning: www.seedforum.is).
Sex íslensk og tvö erlend fyrirtæki kynna sig fyrir fjárfestum: Mentor (www.mentor.is), Guitarparty (www.guitarparty.com), Mymxlog (www.mymxlog.com), Cooori (www.cooori.is), Designing Reality (www.designingreality.co), Kúla Inventions (www.kulainventions.com), Neckcare (www.neckcare.com), SnowCastle (www.snowcastleco.com).
Þrír leiðandi fjárfestar í Evrópu og Bandaríkjunum fjalla um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum. Brian Singerman frá Founders Fund (www.foundersfund.com), áhættufjárfestingasjóður í Bandaríkjunum sem fjárfesti m.a. í Facebook, Spotify og SpaceX, Geir Ove Kjesbu, framkvæmdastjóri Investinor (www.investinor.no) sem er einn stærsti klak-sjóður Evrópu og Robin Rowland Hill frá Beer&Partners (www.beerandpartners.co.uk) sem er leiðandi í fjármögnun sprotafyrirtækja í Bretlandi.
Aðilar Sprotaþings Íslands: Klak - Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, NSA - Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Eyrir Investments, Íslandsstofa og Viðskiptaráð, í samstarfi við Arion Banka - aðalstyrktaraðila Seed Forum Iceland, hvetja til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum.
Tilgangur Seed Forum Iceland þingsins er að kynna árangursrík sprotafyrirtæki sem fjárfestingarkost fyrir fjárfestum, fjárfestingasjóðum eða aðilum sem geta tengt þessi fyrirtæki við fjárfesta. Fjárfesting eykur líkur á árangri sprotafyrirtækja á alþjóðlegum markaði. Nú þegar hafa 113 fyrirtæki kynnt sig fyrir fjárfestum á Seed Forum Iceland þinginu og þar af 75 íslensk fyrirtæki. Fjárfest hefur verið í 39% íslensku fyrirtækjanna. Fyrirtæki eins og CCP, Orf-Líftækni, Gavia og mörg önnur fyrirtæki sem hafa kynnt viðskiptahugmynd sína á Seed Forum Iceland eru ört vaxandi fyrirtæki. Sprotafyrirtæki geta verið mjög góð fjárfesting.