Ofanleiti 2, 103 Reykjavík Haskolinn I Reykjavik, Ofanleiti, 103 Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: Sköpunargleði,
Virkjun sköpunargleðinnar er allsráðandi í heimi frumkvöðlanna hjá Klak sem segja okkur frá vegferð sköpunargleðinnar frá hugmynd að veruleika.
Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, dreifir hugarfóðri eins og honum einum er vant. Svo munu brautryðjendurnir frá Amivox, DabLab og Fafu kynna sig og frábærar pælingar sem urðu að frábærum verkefnum - frá hugmynd að fyrirtæki.
Gunnar Jónatansson, raðfrumkvöðull og markþjálfi mun síðan leiða okkur í japanska leikfimi með snert af persónuleikagreiningu og segja frá hvernig við getum nýtt hæfileika okkar og færni til að stjórna fundum betur.
Þetta verður umtalaður fundur - ekki missa af honum!