Umferðarstofa, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: Sköpunargleði,
Fimmtudaginn 20. október mun sköpunargleðihópurinn halda fund með pompi og prakt.
Umferðarstofa býður í heimsókn þar sem boðið verður upp á morgunmat.
Fundurinn byrjar á upphitun með láréttri hugsun. Þar á eftir munu Gísli S Brynjólfsson, framkvæmdastjór Hvíta Hússins og Gunnar Þór Arnarsson, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs Hvíta Hússins vera með erindi um aðferðarfræðina á bak við sköpun auglýsinga fyrir Umferðarstofu ásamt því að fjalla um sköpunargleði.
Nafn Hvíta Hússins er dregið af eggi, tákni frjósemi og sköpunar, sem jafnframt er grunnurinn að merki fyrirtækisins. Hvíta húsið er fullt hús hugmynda og því spennandi fundur framundan.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest :)