Sköpunargleði og listin að lifa

Berghildur Erla Bernharðsdóttir fjallar um sköpunargleðina og listina að lifa.

Í fyrirlestrinum er farið í aðferðir til að byggja upp sjálfstraust og velgengni. Fyrirlesturinn byggist á rannsókn á sex vinsælustu sjálfshjálparbókum hér á landi og erlendis þar sem kannað var hvort þær ættu eitthvað sameiginlegt. Í ljós kom að ákveðnir þættir komu alls staðar fyrir og voru rauður þráður í öllum bókunum en þetta voru þættir sem höfundar bentu á sem mikilvæga til að njóta velgengni og eiga hamingjurík líf. Meðal þátta sem höfundur komst að er hvernig hugsanir okkar geta haft áhrif á líf okkar og sköpunargleði.

Í fyrirlestrinum eru sameiginlegu þættir sjálfshjálparbókanna kynntir og líkindi þeirra við hugræna atferlismeðferð (HAM). Sagt er frá aðferðum til að tileinka sér jákvæðara hugarfar og ná betri árangri í lífi og starfi.

Að fyrirlestrinum loknum verður brugðið á leik með léttum æfingum sem örva sköpunargleðina.

Berghildur Erla Bernharðsdóttir er með MA- í blaða og fréttamennsku. Hún hefur starfað á vegum Þekkingarmiðlunar og fyrir Capacent sem fyrirlesari. Síðustu ár hefur hún starfað við almannatengsl og kynningarstörf, hún starfaði um árabil við fréttamennsku og dagskrárgerð. Þá var um ritstjóri Uppeldis á árunum 2001-2005.

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Heilbrigði, öryggi og vinnuvernd samkvæmt ISO 45001 staðlinum, hverjum gagnast staðallinn?

Click here to join the meeting

Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur mun fjalla um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd út frá sínum störfum og hvernig ISO 45001 getur gagnast til notkunar á vinnustöðum.

Eyþór hefur víðtæka reynslu af vinnuvernd og forvörnum; sem öryggisstjóri Samskipa, öryggisráðgjafi í 17 ár og núna sem öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg.

Eyþór er menntaður  öryggis- og löggæslufræðingur.

Skrefið tekið og þjónustuverið stofnað

Click here to join the meeting
Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers mun leiða ykkur í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og segja frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.

 Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu er aðeins boðið upp á viðburðinn í streymi í gegnum Teams.

Click here to join the meeting

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join us as well see https://thefuturesagency.com/speakers/k-d-adamson/. The latest updates will be shared here: https://gerd.fm/39ZgAsN

We are living in an age of perpetual VUCA (volatility, uncertainty, complexity and ambiguity) - and given that we are also moving at exponential pace, FORESIGHT is now mission-critical. Being 'future-ready' is everyone's job now, and it requires more than good data, sharp analysis and domain expertise. To 'have a get feel' for what's coming is probably more of an art than a science - imagination and intuition are just as important as experience and knowledge: EQ AND IQ.

Hence, this session will focus on what we call PRACTICAL WISDOM, i.e. we will share our insights and foresights about the next decade and apply them to the here and now. We will present for 15 minutes each, and then take questions and have live discussions with the audience.

We will talk about the 10 Game-Changers impacting every business in the near future, and the Megashifts see www.megashifts.digital focussing on near future scenarios and 'practical wisdoms'. Have a look at www.futuristgerd.com and https://thefuturesagency.com/speakers/anton-musgrave/ for more Details on what we do.

More details will be published on http://www.theconference.digital soon!
Please note that this is a FREE event, for now, as we are trying out new ideas and concepts. This may change in the future.

 

Áhugavert og árangursríkt markaðsstarf

Í fyrirlestrinum mun Elín Helga m.a. fjalla um mikilvægi markhópagreiningar og markmiðasetningar í skilvirku og árangursríku markaðsstarfi. Tekin verða dæmi úr erlendum rannsóknum og herferðum og fjallað um herferð Arion banka um hraðþjónustu sem var kosin árangursríkasta auglýsingaherferðin 2015.

Fyrirlesari: Elín Helga Sveinbjörnsdóttir

Samfélagslega ábyrg nýsköpun í atvinnulífinu

Stjórnir faghópa samfélagsábyrgðar og sköpunargleði og nýsköpunar hjá Stjórnvísi standa fyrir morgunverðarfundi þann 21.janúar næstkomandi kl 8.30-10.00 í húsakynnum Arion banka í Borgartúni. Á fundinum verður fjallað um samfélagslega ábyrga nýsköpun í atvinnulífinu. Nýlegar rannsóknir sýna að það hefur jákvæð áhrif á nýsköpun og starfsemi fyrirtækja að vera samfélagslega ábyrg.

Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri fjárfestinga og framleiðsluþróunar hjá Alcoa Fjarðaáli mun segja frá samfélaglega ábyrgri nýsköpun innan fyrirtækisins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Dögg Ármannsdóttir hjá Inspirally fjalla um þá samfélagsábyrgu þætti sem höfðu áhrif á stofnun vefsíðunnar inspirally.com. Jafnframt mun Ingi Rafn Sigurðsson einn af stofnendum Karolina Fund tala um velgengni fjármögnunar samfélagslega ábyrgra sprotafyrirtækja.

Fundarstjóri er Einar Gunnar Guðmundsson hjá Arion banka.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?