Ofanleiti 2, 105 Reykjavík (2. hæð) Ofanleiti, Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur: Sköpunargleði,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir fjallar um sköpunargleðina og listina að lifa.
Í fyrirlestrinum er farið í aðferðir til að byggja upp sjálfstraust og velgengni. Fyrirlesturinn byggist á rannsókn á sex vinsælustu sjálfshjálparbókum hér á landi og erlendis þar sem kannað var hvort þær ættu eitthvað sameiginlegt. Í ljós kom að ákveðnir þættir komu alls staðar fyrir og voru rauður þráður í öllum bókunum en þetta voru þættir sem höfundar bentu á sem mikilvæga til að njóta velgengni og eiga hamingjurík líf. Meðal þátta sem höfundur komst að er hvernig hugsanir okkar geta haft áhrif á líf okkar og sköpunargleði.
Í fyrirlestrinum eru sameiginlegu þættir sjálfshjálparbókanna kynntir og líkindi þeirra við hugræna atferlismeðferð (HAM). Sagt er frá aðferðum til að tileinka sér jákvæðara hugarfar og ná betri árangri í lífi og starfi.
Að fyrirlestrinum loknum verður brugðið á leik með léttum æfingum sem örva sköpunargleðina.
Berghildur Erla Bernharðsdóttir er með MA- í blaða og fréttamennsku. Hún hefur starfað á vegum Þekkingarmiðlunar og fyrir Capacent sem fyrirlesari. Síðustu ár hefur hún starfað við almannatengsl og kynningarstörf, hún starfaði um árabil við fréttamennsku og dagskrárgerð. Þá var um ritstjóri Uppeldis á árunum 2001-2005.