Sjálfstýrði kafbáturinn Freyja
Stefán Freyr Stefánsson mun kynna kafbátaverkefni sem unnið var við Háskólann í Reykjavík. Sjálfstýrði kafbáturinn Freyja var þátttakandi í alþjóðlegri kafbátakeppni sem haldin var í San Diego í Bandaríkjunum. Stefán mun fjalla um uppbyggingu verkefnisins, mekaníska hönnun og rafeindabúnað bátsins (rafhlöður, skynjara, mótora o.s.frv.). Einnig mun hann fjalla um hugbúnað bátsins, hönnun, útfærslu og prófanir.
Annað: Eftir fyrirlestur verður aðalfundur HugPró haldinn. Ný stjórn verður kosin og einnig verður kosið um það hvort HugPró verði hér eftir hjá Stjórnvísi eða Dokkunni. Félagar eru hvattir til þess að láta sig HugPró varða, taka þátt og koma með tillögur og ábendingar.
Léttar veitingar verða í boði frá 8:45 - 09:00