Vöruhótel Eimskips, Sundabakki 2 - Sundahöfn
Innkaupa- og vörustýring,
- september 2013 | 08:30 - 10:00
Vöruhótel eða eigið birgðahald? tækifæri og lausnir í hýsingu og dreifingu.
Vöruhótel Eimskips í samstarfi við Innkaupa og innkaupastýringahóp Stjórnvísi bjóða á áhugaverða kynningu á starfsemi Vöruhótelsins og taka fyrir ákvörðunarþætti um vöruhótel vs. eigið birgðahald (3rd party warehousing). Hvað mælir með því að fyrirtæki nýti sér þjónustu 3ja aðila þegar kemur að lagerhaldi, hvaða þættir í birgðahaldi eru það sem fyrirtæki eins og Vöruhótelið getur tekið að sér fyrir fyrirtækið og hvaða þættir hentar síður að láta frá sér? Einnig verður farið yfir helstu möguleika sem fyrirtæki mættu nýta sér betur varðandi hýsingu ásamt umræðum úr sal. Starfsmenn Vöruhótelsins fara yfir málin auk þess sem við fáum álit frá notanda vöruhótelsþjónustu sem þekkir vel rekstur eigin lagers og nýtir sér þjónustu Vöruhótelsins. Vöruhótelið fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og verður einnig farið stutt yfir sögu þess.
Jón Óskar Sverrisson forstöðumaður vöruhúsastarfsemi, Pálmar Viggóson viðskiptastjóri og Óskar Már Ásmundsson forstöðumaður Flutningsmiðlunardeildar verða með kynninguna og sitja fyrir svörum.
Kynningin er haldinn í Vöruhóteli Eimskips í Sundahöfn, Sundagörðum 2 kl. 8:30-10:00 þriðjudaginn 17. september n.k. Boðið verður upp á morgunkaffi og bakkelsi.
Hlökkum til að sjá sem flesta.