IKEA Kauptúni 4, 210 Garðabær
Öryggisstjórnun, Sjálfbær þróun,
Fundurinn fjallar um vistvænar lausnir tengdar byggingum.
Fundurinn hefst í IKEA, 2. hæð á kaffihúsinu hægra megin á veitingastaðnum. Klukkan 9.30 býðst gestum fundarins að skoða byggingu vistvæna hússins að Brekkugötu 2 í næsta nágrenni.
Dagskrá:
-Finnur Sveinsson, ráðgjafi: Gleðin að byggja umhverfisvottað hús.
Finnur er að byggja fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi og mun það verða vottað með norræna umhverfismerkinu Svaninum. Finnur ætlar að ræða hvatann á bak við verkefnið sem og tækifæri og áskoranir við að byggja vistvænt íbúðarhús.
-Guðný Camilla Aradóttir, umhverfisstjóri: Vistvænar vörur frá IKEA; hvað felst í því?
Guðný mun fjalla um hvernig sjálfbærni er ein grunnstoðin í hönnun IKEA á hverri einustu vöru.
-Umræður
-Í lokin fyrir áhugasama: Skoðunarferð í vistvænt hús Finns