Fundur á vegum fagóps um mannauðsstjórnun
Virkni og árangur
Hvernig geta stjórnendur fyrirtækja og stofnanna náð betri árangri við að virkja og þróa mannauð sinn með aðstoð VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs og Starfsafls fræðslusjóðs?
Dagskrá
8:15 – 8:30 Léttur morgunmatur í boði Starfsendurhæfingarsjóðs og Starfsafls
8:30 – 9:15 Vinnum saman. Árangursrík stjórnun fjarvista og endurkoma til vinnu með aðstoð VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
9:15 – 10:00 Fræðslan sem verkfæri til árangurs. Auk fræðslustyrkja til fyrirtækja og einstaklinga, býður Starfsafl upp á ókeypis þjónustu utanaðkomandi fræðslustjóra sem greinir þörf fyrir fræðslu í viðkomandi fyrirtæki og leggur fram fræðsluáætlun.
Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls
Valdís A. Steingrímsdóttir, verkefnastjóri Starfsafls
Tveir stjórendur segja frá reynslu sinni í tengslum við umræðuefnið:
Auður þórhallsdóttir, fræðslustjóri Samskipa
Sigríður Harðardóttir, sérfræðingur á mannauðssviði hjá N1
Gert er ráð fyrir ca. 10 mín fyrirspurnatíma innan hvors erindis.
Fundarstaður
Sætún 1, kennslustofa á 4. hæð