Fundurinn er í formi fjarfundar, hér er beinn hlekkur á fundinn.
Október er Evrópski netöryggismánuðurinn (e. European Cybersecurity Month), þar sem Netöryggisstofnun Evrópusambandsins (ENISA) í samstarfi við aðildarríki Evrópusambandsins heyja árlega herferð til að efla netöryggi og auka vitundarvakningu meðal borgara og stofnana þess. Í ár fagnar þetta samstarfsverkefni 10 árum og í tilefni þess er þema mánaðarins veiðipóstar (e.phising) og gagnagíslataka (e. ransomware).
Faghópur um upplýsingaöryggi vill leggja sitt að mörkum og heldur því viðburð um þessi málefni þar sem lagðar verða fram einfaldar leiðir og nálgun til að varast og bregðast við vefveiðum og gagnagíslatöku.
Bryndís Bjarnadóttir starfar sem sérfræðingur ástandsvitundar netöryggissveitarinnar CERT-IS. Þar hefur hún einbeitt sér að vekja meira umtal á netöryggi t.d. með árskýrslu sem kom út í vor og er að leggja loka hönd á nýja heimasíðu CERT-IS. Hún er stjórnmálafræðingur með mastersgráður í Öryggisfræðum frá Georgetown University. Þar vöktu helst skipulögð glæpastarfsemi áhuga hennar í byrjun sem leiddi hana inn í heim netglæpa og hvernig er hægt að sporna við þeim.
Elvar Bjarki Böðvarsson starfar sem öryggisstjóri hjá Advania. Elvar hefur viðamiðla reynslu og hefur starfað í yfir 20 ár í tölvugeiranum, lengi vel í hönnun og rekstri sem leiddi fljótt út í tölvuöryggismál. Hann er með CISSP og CCSP öryggisgráður frá (ISC)².