Fundurinn er í formi fjarfundar, smellið á hlekkinn hér til að komast inn á fundinn.
Við hefjum veturinn á kyninngu á grunnatriðum um upplýsingaöryggi. Fjallað verður um hvað upplýsingaöryggi er og hverju skipulagsheildir þurfi að huga að. Við munum fara yfir hvernig upplýsingöryggi hefur breyst og þá munu framsöguaðilar einnig miðla með okkur reynslu sinni.
Hvort sem þú villt rifja upp megináherslur upplýsingaöryggis eða ert að kynna þér málaflokkinn þá er þetta rétti fyrirlesturinn fyrir þig.
Elfur Logadóttir, lögfræðingur, er sérfræðingur í tæknirétti. Hún rekur ráðgjafafyrirtækið ERA sem vinnur með aðilum með tæknilega flókið rekstrarumhverfi og fjölþættar kröfur til hlítingar á reksturinn. Áherslur Elfar innan tækniréttarins hafa mestar verið á traustþjónustu og persónuvernd; á reglustjórn, upplýsingaöryggi, rafræn viðskipti og greiðsluþjónustu. Elfur fékk fyrstu tölvuna í fangið 1982 og lærði fljótt að tileinka sér tölvutæknina til hagræðis í vinnu og skóla. Það lá því beint við að hún myndi sérhæfa sig í tækniréttinum þegar í háskólanám var komið. Með bráðum 20 ár í bransanum, er Elfur klárlega ein af reynsluboltunum okkar. Elfur er virk á samfélagsmiðlunum, bæði á Fésbókinni og LinkedIn þar sem hún er þessar vikurnar að reyna að safna saman Fólkinu í tækniréttinum undir einn hatt. Hún hvetur ykkur til að gefa ykkur fram þar.
Guðmundur Stefán Björnsson er yfirmaður upplýsingaöryggi og innri upplýsingatækni hjá Sensa og framkvæmdarstjóri Sensa. Stefán er menntaður tæknifræðingu og hefur sinn þessu hlutverki frá því 2015 eða þegar UT svið Símans fræðist yfir til Sensa í sameinuðu fyritæki Sensa, UT Símans og Basis. Hann starfsaði í 18 ár hjá Símanum, lengst af í stjórnun sem framkvæmdarstjóri og forstöðumaður sölu, vörurstýringar og verkefnastjórn og hefur komið víða við í störfum hjá Símanum.