Teams
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun, Verkefnastjórnun, Stafræn fræðsla,
Click here to join the meeting
Jón Þórðarson hjá Proevents mun fara yfir viðburðarstjórnun í breyttu umhverfi.
Það er magnað að ástandið vegna Covid hefur sýnt okkur hvað hægt er að gera skemmtilega og mikilvæga hluti þegar maður hugsar út fyrir boxið! Þörf okkar fyrir að fræðast, hittast og skemmta okkur saman, er alltaf til staðar og því verðum við að finna leiðir sem virka í nýjum heimi. Lykilatriðið er að sjá alltaf tækifærin í aðstæðunum með því að beita skapandi hugsun. Jón mun gefa okku innsýn í nýjar víddir þegar kemur að raf-mögnuðum viðburðum og nauðsyn þess að hafa faglega nálgun við framkvæmd þeirra.
Viðburðurinn verður tekinn upp og upptakan sett á Facebook síðu okkar.
Jón Þórðarson er stofnandi og eigandi Proevents ásamt Ragnheiði Aradóttur. Hann hefur mikla reynslu af viðburðaþjónustu auk langrar stjórnunarreynslu úr viðskipta- og listalífinu. Sem viðburðastjóri hefur Jón starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins að fjölbreyttustu viðburðum hvort sem eru árshátíðir, hvataferðir, móttökur, stórir viðburðir í beinni sjónvarpsútsendingu og verðlaunaafhendingar svo eitthvað sé nefnt. Hann starfaði m.a. sem sýningastjóri í Borgarleikhúsinu í áratug.
Jón hefur BSc í viðskiptafræði. Hann hefur mikla ánægju af að vinna með ólíku fólki og hefur óþrjótandi metnað fyrir því að viðburðir á hans vegum séu unnir á framúrskarandi hátt.