Menntavegi 1, 101 Reykjavík Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1, 101 Reykjavík, Ísland
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun, Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Á fundinum fjallar Ásdís Björg Jóhannesdóttir um MS ritgerð sína í markaðs- og alþjóðaviðskiptum. Ásdís gerir grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á þjónustugæðum þjónustufulltrúa í bönkum.
Hrefna Sigríður Briem forstöðumaður B.Sc. náms við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík segir frá námi til vottunar fjármálaráðgjafa sem starfsmönnum fjármálafyrirtækja stendur til boða og hefur þann tilgang að styðja m.a við aukna fagmennsku og gæði í þjónustu. Að síðustu mun Hanna Dóra Jóhannesdóttir, viðskiptastjóri í Íslandsbanka og jafnframt vottaður fjármálaráðgjafi, segja frá því hvernig námið hefur nýst henni í starfi með áherslu á gæði og fagmennsku þjónustu.
Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu M-208