Austurhraun 9 Austurhraun, Garðabær, Ísland
Innkaupa- og vörustýring,
Björgvin Víkingsson mun vera með kynninguna en hann er M.Sc. í supply chain management og starfar sem strategic purchasing manager hjá Marel.
Lean/Straumlínustjórnun er aðferðafræði sem leggur áherslu á að hámarka virði fyrir viðskipavini. Þetta gerist með því að nýta auðlindir fyrirtækisins, svo sem starfsmenn, fjármagn og framleiðslugetu sem allra best. Hér eru birgjasambönd einnig talin til auðlinda því í þeim getur verið fólgið verulegt samkeppnisforskot ef þau eru nýtt rétt. Til þess að nýta auðlindirnar rétt þá þarf að leggja áherslu á að útrýma sóun með stöðugum umbótum í öllum ferlum virðiskeðjunnar, allt frá innkaupum til dreifingar á markaði.
Í þessari kynningu ætlum við að fara í hvernig hægt er að nota aðferðafræði LEAN til þess að stýra flæði í allri aðfangakeðjunni. Helstu þættir sem komið verður inná verður:
· Virðisstreymi frá birgjanetinu
· Eyðing sóunnar
· Samræming flæðis
· Lágmörkun viðskipta- og framleiðslukostnaðar
· Tryggja sýnileika og gegnsæi
· Byggja upp „quick response“ hæfileika
· Stjórn óvissu og áhættu