Monkeys Klapparstígur 28-30, Reykjavík
Stjórnvísisviðburður
Miðvikudaginn 7.maí kl.18:00 verður stjórnarskiptafundur Stjórnvísi og er formönnum allra faghópa ásamt stjórn Stjórnvísi boðið.
Markmið fundarins sem er veglegri en allir aðrir stjórnarfundir er að þakka fyrir vel unnið starf, gleðjast og kynnast betur.
Það væri gott að fá staðfestingu sem fyrst hvort þið komist.
Fundurinn verður haldinn á veitingarstaðnum Monkeys þar sem við verðum algjörlega út af fyrir okkur, gleðjumst og borðum saman góðan mat.
Hlakka til að heyra frá ykkur og endilega látið vita á info@monkeys.is ef þið hafið sérþarfir varðandi mat og takið fram að þið séuð í hópnum Gunnhildur / Stjornvisi 7 maí.
Með kærri kveðju frá stjórn Stjórnvísi
Gunnhildur
Matseðill:
Stökkir plantain bananar
Bornir fram með guacamole
Laxa tiradito
Laxa sashimi, sesamponzu, eldpipar
macha, sesamfræ, graslaukur
Djúpsteikt surf and turf maki
Vorlaukur, gúrka, eldpiparmajó, sesamfræ, nautatartar,
stökkar tígrisrækjur, sýrt engifer
Stökkar kjúklinga gyozur
Djúpsteiktar gyozur með kjúklingi, gerjað hvítkáls og
eplasalat, eldpipar, eldpiparmajó, sesamponzu
Miso nautalund 100g
Nautalund, perúísk kartöflukaka, jarðskokkamauk,
eldpipar macha, sterkkryddaður kjúklingasoðgljái
EÐA:
Þorskur í sætri miso
Léttsaltaður þorskhnakki í miso og mirin marineringu,
sítrónugrasfroða, kryddjurtaolía, svört sítróna
Súkkulaði og saltkaramellu brownie
Miso heslihnetur, saltkaramella, stökk súkkulaðikaka,
hvítsúkkulaði- og heslihnetuís
Monkeys er staðsettur við Klapparstíg 28-30 í Hjartagarðinum. Gengið er inn í hlýlegt, litríkt og spennandi umhverfi þar sem gestir geta notið framandi matar.
Staðurinn er smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan. Mikil áhersla er á gott úrval léttvína í glasatali og þá sér í lagi freyðandi vín frá öllum heimshornum ásamt frábærum kokteilum.
Nikkei matreiðsla er heiti á matargerðinni sem ræður ríkjum á staðnum. Hún á uppruna sinn að rekja til seinni hluta 19. aldar þegar japanskir innflytjendur hófu að setjast að í Perú í töluverðum mæli. Þar blönduðust aldagamlar matreiðsluaðferðir frá Japan saman við fjölbreytta matarkistu Perú. Nikkei matreiðsla sameinar það besta úr hvorri matargerð s.s. virðingu fyrir hráefninu og samsetningu framandi bragðtegunda. Þannig voru japanskir réttir tengdir bragði og eldunaraðferðum frumbyggja í Perú á aðdáunarverðan hátt. Þessi blanda felur í sér það besta úr glæsilegri og fíngerðri matarmenningu Japana ásamt afburða fersku hráefni blandað kryddtöfrum frá Perú.