TEAMS
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun,
Click here to join the meeting
Renata mun í fyrirlestri sínum fara yfir þá stafrænu umbreytingu sem Krónan hefur gengið í gegnum á síðustu þremur árum. Á þeim tíma hefur orðið bylting í þjónustu matvöruverslana á Íslandi með tilkomu sjálfsafgreiðslukassa og netverslana.
Stefnan er að breyta markaðnum og þjónustunni til framtíðar en til þess þarf að hafa hugrekki til að taka stórar og framúrstefnulegar ákvarðanir. Boðið verður upp á spurningar í lok fyrirlestursins.
Um Renötu S. Blöndal:
Renata er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Krónunni þar sem hún stýrir stafrænni vegferð ásamt því að móta stefnu og innleiða matvöruverslun framtíðarinnar. Áhersla er lögð á að bæta þjónustu og einfalda líf viðskiptavina og er þar nýjasta viðbótin Snjallverslun Krónunnar. Viðskiptavinir nýta lausnina til að panta matvöru heim að dyrum, skipuleggja matarinnkaupin og fá yfirsýn yfir matarútgjöldin. Krónan er lágvöruverðsverslun sem leggur áherslu á hollustu, umhverfismál og snjallar lausnir. Renata starfaði áður á tæknisviði Landsbankans við greiningu á tækifærum til sjálfvirknivæðingar í innri og ytri ferlum bankans. Fyrir það starfaði hún hjá Meniga og CCP.