Nú er góðum lærdómsvetri senn að ljúka þar sem við fengum til okkar frábæra fyrirlesara. Þrátt fyrir marga góða fyrirlestra undanfarin misseri eru það oft umræðurnar sem skilja hvað mest eftir sig.
Á þessum viðburði Faghóps um upplýsingaöryggi ætlum við að láta reyna á nýtt fyrirkomulag þar sem umræður munu leika aðalhlutverkið. Við höfum fengið með okkur marga af fyrirlesurum seinasta árs til að vera tilbúin í umræður og svara spurningum. Þetta fyrirkomulag köllum við Spjallborðsumræður - þar sem hver sem er getur spurt hvern sem er að einhverju sem þeim langar til að fræðast meira um.
Margar af undanförnum kynningum hafa lýst hvernig fyrirlesarar stefna á eða eru að takast á við áskoranir og áhættur tengdar upplýsingaöryggi. Núna gefst okkur tækifæri til að heyra hvernig sú vegferð gengur. Þá er einnig tækifæri til að spyrja þeirra brennandi spurninga sem gafst ekki tækifæri til að spyrja seinast.
Hægt verður að senda inn spurningar eða tillögur að umræðuefni fyrir fundinn til að þau sem standa fyrir svörum hafi tækifæri til að undirbúa sig enn betur (nánari upplýsingar koma síðar). Þá verður einnig hægt að spyrja spurninga á viðburðinum sjálfum.
Hlökkum til að sjá sem flesta!