Hlekkur á fundinn, smellið hér
Síbreytilegt umhverfi og hraðar breytingar krefjast þess að leiðtogar og teymi séu skapandi í því að finna lausnir og bregðast við breyttum aðstæðum. Faghópurinn um leiðtogafærni mun fá Begga Ólafs og Birnu Dröfn til sín í spjall um hvernig megi efla sköpunargleðina. Við munum flæða með þeim í gegnum hugleiðingar um sköpunargleðina sem er allt í kringum okkur. Þau munu leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvernig get ég virkjað eigin sköpunargleði?
Hvernig get ég sem leiðtogi virkjað sköpunargleðina í kringum mig?
Lagt er upp með að spjallið sé lifandi og í flæði þar sem Beggi og Birna velta vöngum yfir sköpunargleðinni og svara spurningum sem brenna á þátttakendum.
Erindið er fyrir áhugafólk um leiðtogafærni og hvernig leiðtogar geti aukið eigin sköpunargleði sem og sköpunargleði fólksins í kringum sig.
Beggi Ólafs
Tilgangur Begga er að hjálpa fólki að verða það sem það getur orðið svo að, í sameiningu, hver og einn geti lagt sitt af mörkum í að gera heiminn að betri stað. Beggi Ólafs er fyrirlesari með MSc gráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði og höfundur bókarinnar Tíu skref – í átt að innihaldsríku lífi. Hægt er að fá frekari innblástur frá Begga á Linkedin með því að smella HÉR.
Birna Dröfn
Birna Dröfn hefur rannsakað hvernig efla má sköpunargleði á meðal starfsmanna í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu. Birna skrifar reglulega pósta á LinkedIn um sköpunargleði og áhugasamir geta fylgst með þeim með því að smella HÉR.