Spáum fyrir um framtíð gervigreindar

Stutt innslag sérfræðinga á sviði gervigreindar þar sem vangaveltur um framtíð gervigreindar eru settar fram út frá ólíkum sjónarmiðum. Á fundinum fáum við sérfræðinga úr ýmsum áttum til að spá fram í tímann um hvernig staða gervigreindar verður eftir 2 ár og svo aftur eftir 5 ár. Að spádómum loknum mun fundarstjóri stýra umræðum og við fáum að heyra spurningar frá þátttakendum.

Hlekkur á Teams viðburð: https://teams.microsoft.com/meet/395106913932?p=BCK67SieGThLuS5c7V 

Umræðuvettvangur á Slido: https://app.sli.do/event/eS8NKN3hjFD2y41Rgi6HBd

Álitsgjafar

  • Dr. Helga Ingimundardóttir - Lektor í iðnaðarverkfræðideild, Háskóli Íslands

  • Tryggvi Thayer - Aðjunkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun á Menntavísindasviði HÍ

  • Róbert Bjarnason - Tæknistjóri, Citizens Foundation og Evoly

  • Hjálmar Gíslason - Stofnandi og framkvæmdastjóri, GRID

Fundarstjóri Gyða Björg Sigurðardóttir - sérfræðingur í gagnagreiningu hjá Orkunni og meðeigandi Ráður.

 

Nánari upplýsingar

Dr. Helga Ingimundardóttir

Helga hefur fjölbreytta reynslu úr hugbúnaðarþróun, vísindarannsóknum og kennslu. Hún lauk doktorsprófi í reikniverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Fyrri störf hennar fela í sér hugbúnaðarþróun hjá Völku, ráðgjöf hjá AGR Dynamics, vísindastörf hjá Íslenskri erfðagreiningu, gagnavísindi hjá CCP Games og forystu í gervigreindarrannsóknum hjá Travelshift. Frá árinu 2023 starfar hún sem lektor í iðnaðarverkfræðideild Háskóla Íslands og situr í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís. Helga er einnig meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna.

 

Tryggvi Thayer 

Tryggvi lauk doktorsprófi í samanburðarmenntunarfræðum með áherslu á framtíðafræði í stjórnun og stefnumótun í menntun frá Háskólanum í Minnesóta. Hans sérsvið er upplýsingatækni í menntun og sérstaklega framtíð menntunar með tilliti til tækniþróunar. Hann hefur víðtæka reynslu úr menntageiranum. Á síðustu þremur áratugum hefur hann m.a. starfað sem sérfræðingur hjá Evrópusambandinu, leitt og tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði upplýsingatækni og menntunar og síðasta áratuginn á Menntavísindasviði HÍ sem verkefnisstjóri, kennsluþróunarstjóri og núna aðjunkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun í menntun.

 

Róbert Viðar Bjarnason 

Róbert er tæknistjóri Citizens Foundation og Evoly, fyrirtækis sem var stofnað í samstarfi við Citizens Foundation árið 2024 til að þróa opnar gervigreindar-lausnir fyrir samvinnu manna og gervigreindar. Róbert er frumkvöðull að uppruna og hefur stofnað og stýrt fjölmörgum tæknifyrirtækjum sem hafa haft veruleg áhrif á stafræna nýsköpun. Róbert leggur áherslu á gagnsæi, og betri ákvarðanir hjá fyrirtækjum og stofnunum.

 

Hjálmar Gíslason 

Hjálmar er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID, sem hefur umbreytt hvernig fyrirtæki og einstaklingar nálgast og vinna með gögn. Með ástríðu fyrir tækni og nýsköpun, hefur Hjálmar leiðbeint og byggt upp fyrirtæki sem nýta gagnadrifna nálgun til að bæta ákvarðanatöku og hagræðingu. Hann hefur verið virkur í þróun stafrænna lausna frá unga aldri og er þekktur fyrir sitt frumkvöðlastarf á sviði hugbúnaðar og fjölmiðla.

 

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu

Join the meeting now

Notkun gervigreindar í opinberri stjórnsýslu býður upp á tækifæri til að bæta þjónustu, auka skilvirkni og styðja við upplýsta ákvarðanatöku. Á undanförnum misserum hefur verið unnið að því að greina möguleika gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu og skoðað leiðir til að tryggja ábyrga og árangursríka notkun hennar. Á fundinum fjallar Gísli Ragnar Guðmundsson, gervigreindarráðgjafi hjá KPMG og fyrrverandi sérfræðingur í gervigreindarmála hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu, um hvernig gervigreind getur nýst í opinberri stjórnsýslu. Hann mun draga fram dæmi um hvernig stofnanir og ráðuneyti geta innleitt gervigreind í daglegu starfi, hver helstu tækifærin eru, og hverju þarf að huga að til að nýtingin verði örugg, siðferðilega ábyrg og til raunverulegs hagsbóta. Einnig verður fjallað um stöðu innleiðingar gervigreindar hjá íslenskum ráðuneytum í dag, hvaða áskoranir standa í vegi fyrir frekari upptöku og hvernig hægt er að vinna markvisst að því að yfirstíga þær. Gísli hefur komið að stefnumótun Íslands í gervigreind, haldið fjölda vinnustofa með ráðuneytum og stofnunum og aðstoðað bæði ríki og fyrirtæki við að nýta gervigreind í verkefnum sínum.

Gervigreindarstefna Hagstofu Íslands

Hlekkur á viðburð  

Notkun gervigreindar fer hratt vaxandi jafnt hjá einkafyrirtækjum og í opinbera geiranum. Til að hámarka árangur af notkun þessarar nýju tækni er skýr stefnumótun og markviss innleiðing lykilatriði. Síðastliðið haust var settur á fót starfshópur innan Hagstofu Íslands, sem fékk það hlutverk að móta stefnu um notkun gervigreindar. Stefnan var gefin út seint á síðasta ári og hópurinn vinnur nú að innleiðingu hennar. Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur á efnahagssviði Hagstofunnar um stefnumótunarvinnuna og innleiðingarvinnuna í kjölfarið. Auk þess að starfa hjá Hagstofunni hefur Þorsteinn unnið að ráðgjöf og þjálfun í hagnýtingu gervigreindar undanfarin tvö ár, m.a. í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli (Logical Thinking Process), stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Anteos ehf sem þróar lausnir byggðar á gervigreind og höfundur “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir” (2024). Fundinum stýrir Gyða Björg Sigurðardóttir, sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Orkunni og stjórnarmaður í faghópi um gervigreind.

Hefur gervigreind áhrif á notkun gereyðingarvopna?

Notið eftirfarandi vefslóð: Teams fundarboð

Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.

Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.

 

sli.do Q&A og spurningar

Markþjálfun vinnustofa: From Adversary to Ally: A workshop

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

8. febrúar 2025: Vinnustofa með Paul Boehnke kl. 9-17 í Opna háskólanum í HR

From Adversary to Ally: A workshop

 

Nánari upplýsingar og skráning hér

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

 

Um Paul Boehnke:

My holistic approach to coaching takes our entire being into consideration: our minds, bodies, emotions and spirit. Each of these aspects has important roles to play in our lives. But when we rely on one at the expense of another, we get out of balance and become disconnected from our values, purpose and mission in life.

The Thoughts On Demand™ method not only teaches you what you need to do to reprogram your thoughts and how to do it, but also uncovers the beliefs you hold about yourself and why you do what you do. It’s these last two that make the difference between temporary and lasting change.

You’ll learn:

• What to do when your critical voice shows up.

• To recognize the lies it tells and why you believe them.

• How to alleviate the suffering caused by negative self-talk.

• How to create thoughts that support you.

 

Nánari upplýsingar og skráning

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Markþjálfunardagurinn 2025 - Mögnum markþjálfun til framtíðar!

Faghópur markþjálfunar vill vekja athygli á Markþjálfunardeginum og vinnustofum 2025

 

Markþjálfunardagurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 7. febrúar næstkomandi kl.13.

 

ICF Iceland - fagfélag markþjálfa á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum 2025 sem varpar kastljósinu að markþjálfun í sinni breiðustu mynd og hvernig markþjálfar og atvinnulífið geta magnað markþjálfun til framtíðar og nýtt aðferðafræðina til að auka vöxt og vellíðan sinna skjólstæðinga, starfsfólks og stjórnenda.

 

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum, mannauðsfólki og markþjálfum sem vilja efla mannauð, auka árangur og stuðla að vexti manneskjunnar og skipulagsheilda. Fyrirlesarar ráðstefnunnar eru erlendar stórstjörnur í faginu og íslenskir markþjálfar sem hafa verið leiðandi á sínu sviði.

Búast má við að um 150 manns sæki ráðstefnuna. Ráðstefnugestir eru m.a. stjórnendur, mannauðsfólk, markþjálfar og önnur áhugasöm um beitingu aðferða markþjálfunar til að efla velsæld og árangur.

Forsölu á viðburðinn lýkur 10. Janúar og því eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á besta verðinu.

Markþjálfunardagurinn er stærsti viðburður ársins í faginu og er hann að þessu sinni veisla í þremur þáttum:

a) vinnustofa, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16-21 í Opna Háskólanum í HR

b) ráðstefna, föstudaginn 7. febrúar kl. 13-17 á Hilton Reykjavík Nordica

c) vinnustofa, laugardaginn 8. Febrúar kl. 9-17 í Opna Háskólanum í HR

 

Sjá nánar um viðburðinn og verð hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1

Skráning á viðburð fer einungis fram hér:

https://www.icficeland.is/events/markthjalfunardagarnir-2025-mognum-markthjalfun-til-framtidar-1/form

 

Þetta er frábært tækifæri til að hittast aftur, tengjast og fá næringu.

Við hvetjum öll að tryggja sér miða og njóta með okkur.

 

Sjáumst á Markþjálfunardaginn 2025!

Bestu kveðjur

ICF Iceland

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?