Spáum fyrir um framtíð gervigreindar

Lýsing: Stutt innslag sérfræðinga á sviði gervigreindar þar sem vangaveltur um framtíð gervigreindar eru settar fram út frá ólíkum sjónarmiðum.

Við leitumst við að svara spurningunni um hvernig staða gervigreindar verður eftir 2 ár og svo aftur eftir 5 ár. Að spádómum loknum mun fundarstjóri stýra umræðum og við fáum að heyra spurningar frá þátttakendum.

Nánari lýsing síðar

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Hefur gervigreind áhrif á notkun gereyðingarvopna?

Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.

Notið eftirfarandi vefslóð: 

Join the meeting now

 Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.

Eldri viðburðir

Hvað er framundan 2025 og horfum lengra?

Félagar okkar í London Futurist standa fyrir netviðburði laugardaginn 21 desember. Áhugaverð dagsskrá og áhugaverðar umræður um ólíkar framtíðir fyrir samfélög, á alþjóðavísu, fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Ef þið hafið áhuga þá farið þið inn á vefslóðina Visions for 2025 and beyond, Sat, Dec 21, 2024, 4:00 PM | Meetup og skráið ykkur til þátttöku. Skráning er nauðsynleg. Frekari upplýsingar eru að finna á framangreindri vefslóð.

Snjöll verkstjórnunarkerfi

Google meeting hlekkur - smelltu hér til þess að tengjast kynningu

Í þessari kynningu fjöllum við um tækifæri í nýtingu gervigreindar í verkstjórnunarkerfum (e. work management system).  Kynningin er samstarf faghóps um aðstöðustjórnun og faghóps um gervigreind. Snjöll framtíð er þema Stjórnvísi í ár og hér horfum við á hvernig þessi kerfi geta orðið snjallari. Fyrirlesarar eru Matthías Ásgeirsson, aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ, og Róbert Bjarnason, tæknistjóri hjá Citizens Foundation og Evoly. 

Hlutverk verkstjórnunarkerfa er að stýra upplýsingaflæði alveg frá því að kallað er eftir verki og þar til því er lokið. Það flæði getur innihaldið: mat á ábendingu, samskipti hlutaðila, skilgreining á verki, verkgögn, úthlutun verkbeiðnar,  úttektargögn og frammistöðumælingu. Verkstjórnunarkerfi er oft mikilvægasta tól aðstöðustjóra.

Fjallað verður bæði um sjálfvirka úthlutun verkbeiðna hússtjórnarkerfa við boð utan viðmiðunargilda en einnig um hvernig gervigreind gæti nýst við mat á ábendingum notenda, ástandsskoðun og skilgreiningu verka.

Gervigreind útfrá sjónarhorni reksturs: Hvernig fyrirtæki geta nýtt sér gervigreind í sínum rekstri

Join the meeting now
Farið verður yfir hvernig Advania nálgaðist gervigreindarbyltinguna. Skoðum hvernig Advania hefur nýtt sér gervigreindina í sínum eigin verkefnum og einnig hvernig þau hafa aðstoðað sína viðskiptavini við að taka fyrstu skrefin í heimi gervigreindar.

 Fyrirlesarinn er starfsmaður Advania Viðar Pétur Styrkársson

Málstofan verður á eftirfarandi vefslóð:

Join the meeting now

Leiðtogi í notkun gervigreindar

Hlekkur á viðburðinn 

Hinrik Jósafat Atlason ætlar að fræða okkur um hvernig hægt er að nota gervigreind við ákvarðanatöku og hvað þarf að gera til að fá skilvirka svörun frá gervigreindinni. Hann gefur okkur dæmi um það hvernig hægt er að gefa gervigreindinni mismunandi hlutverk til að fá fram mismunandi sjónarmið.

Hinrik Jósafat Atlason er stofnandi Atlas Primer. Hinrik er leiðandi sérfræðingur á sviði gervigreindar og hefur unnið ötullega að því að þróa nýstárlegar lausnir sem hafa haft mikil áhrif á bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Með yfir áratug af reynslu í rannsóknum og þróun á gervigreindartækni, hefur Hinrik verið frumkvöðull í að innleiða gervigreind í fjölbreyttum verkefnum, allt frá sjálfvirkni í iðnaði til persónulegra aðstoðarmanna. Hann hefur einnig verið virkur í að miðla þekkingu sinni og reynslu, bæði í gegnum fyrirlestra og sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Atlas Primer var valið af TIME sem eitt af fremstu menntatæknifyrirtækjum í heimi árið 2024, og að Forbes hefur fjallað um fyrirtækið og lausnina þrisvar á þessu ári.

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Fundurinn er haldinn í Innovation House á Eiðistorgi Seltjarnarnesi.  Gengið er inn á Eiðistorg - upp á 2.hæð - beint á móti Bókasafni Seltjarnarness er hurð og þar er gengið upp á 3.hæð inn í Innovation House. Hindranir í vegi aukins árangurs og betri ákvarðana liggja nánast undantekningarlaust í huga okkar, hvort sem um er að ræða rangar og oft ómeðvitaðar forsendur, gallaða mælikvarða, sálrænar hömlur eða skaðlegar reglur eða ferla. Til að brjótast út úr stöðnuðu umhverfi er nauðsynlegt að finna og uppræta þessar hindranir. Eitthvert öflugasta tólið til þess er röklegt umbótaferli (Logical Thinking Process) og með tilkomu gervigreindarinnar er notkun þess nú aðgengileg langtum fleirum en áður.

Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og les valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar.

Röklegt umbótaferli er kerfismiðuð aðferð til að taka vandaðar ákvarðanir og greina og leysa erfið og viðvarandi vandamál innan fyrirtækja og stofnana með skýra röklega hugsun að vopni.

Þessi bók er að miklu leyti byggð á fyrri bók Þorsteins, „From Symptoms to Causes – Applying the Logical Thinking Process to an Everyday Problem“ sem kom út árið 2020. Um þá bók segir Jón Torfi Jónasson prófessor emeritus við H.Í.: „Ritið vísar stjórnendum til skynsamlegra lausna í glímu við vandamál sem í fyrstu virðast ill-leysanleg. Þorsteinn lýsir vel öguðu þrepskiptu verkferli röklegrar greiningar sem dregur fram eðli vandans hverju sinni. Góð tengsl við raunhæf dæmi í megintexta og viðauka gagnast lesanda í stjórnunarstarfi afar vel. Nálgun Þorsteins er bæði frumleg og skýr og jafnframt raunhæf og spennandi.“

Í bókinni rekur Þorsteinn ýmis dæmi um beitingu röklegs umbótaferlis og síðasti hluti bókarinnar er helgaður gervigreindinni og því hvernig beita má henni til að hraða og bæta ákvarðanatöku.

 

Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. 
Um staðfund er að ræða. Ekki verður streymt frá fundinum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?