Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
„Siðferðisleg álitamál í mannauðsstjórnun – Á siðfræðin erindi við þig?“
Erindi og framsögumenn
„ Á siðfræðin erindi við þig?“
Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur við HR og hjá Eþikosi.
Stefán Einar mun fjalla um þá spurningu hvort siðfræðin eigi erindi við fólk í nútímanum og hvort hún geti haft jákvæð áhrif á fólk í fyrirtækjarekstri. Á síðustu árum hefur lítið farið fyrir umræðu um siðferðileg gildi en nú virðast margir varpa fram siðferðilegum spurninum sem flestar lúta að viðskiptalegum efnum. Eru raunveruleg svör til við þessum spurningum?
„Siðferðisleg álitamál í mannauðsstjórnun“
Ketill B. Magnússon viðskiptasiðfræðingur og mannauðsstjóri Skipta
Ketill mun skoða nokkra þætti mannauðsstjórnunar með gleraugum siðfræðinnar.
Fundarstaður
Síminn (matsal), Ármúla 25, næsta hús vestan við Símabúðina. Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.15.