11. maí 2022 20:36
Við erum öll með egó, sem bregst sjálfkrafa við ógn af ýmsu tagi. Í dag fjallaði Thor Ólafsson um það hvernig við getum losnað úr greipum egósins og hvað breytist í okkar leiðtogastarfi þegar það tekst. Efnið byggir hann úr nýrri bók eftir sig sem ber heitið: BEYOND EGO - The Inner Compass of Conscious Leadership þar sem sértaklega er fjallað um okkar innri áttavita og hvernig við getum tengst honum.
Thor Ólafsson hefur þjálfað stjórnendur í yfir 20 ár. Síðustu 18 árin hefur hann rekið þjálfunarfyrirtækið Strategic Leadership í Þýskalandi og Bretlandi og hefur hann sinnt leiðtogaþjálfun fyrir viðskiptavini þess í yfir 30 löndum. Hugðarefni Thors síðustu árin hefur verið að finna leiðir til þess að hjálpa stjórnendum að komast yfir eigið egó. Til þess stofnaði hann www.beyondego.com sem er góðgerðastarfsemi (not for profit) sem byggir á þekkingarframlagi meðlima alls staðar að úr heiminum.
En hvað er EGÓ? Egóið þitt samanstendur af sögunni sem þú segir sjálfum þér. Á ákveðnum tíma uppgötvarðu að þú sért einn gagnvart umheiminum. Margir taka mynstrið úr æsku með sér inn í fullorðinsárin því það er uppskriftin þín sem tryggir að þú komist sem best af í þessum heimi. Í okkar besta vina hóp getum við verið við sjálf en traustið minnkar þegar við förum út úr þeim hópi og þá verðum við óörugg. Öll mynstur í æsku fara með okkur upp í fullorðinsárin. Því skiptir máli fyrir leiðtoga að spyrja sig „Hvers konar leiðtogi er ég“. Er ég opinn fyrir nýjungum, að læra eða fer ég stöðugt í vörn. Er ég forvitinn, spyr spurninga.
Við sem manneskjur erum að kljást við hugbúnað í okkur sem hefur þróast frá örófi aldra. Hvernig getum við þá vaknað til vitundar? Með persónuleikaprófum, taka 360 gráðu innsýn, tímalínu æfing (ævin tekin og kortlögð), ekki leyfa 5 ára barninu þínu að stökkva inn í þig á fullorðins aldri. Gott er að vinna með undirvitund. Notuð eru mismunandi persónuleikapróf Hogan, Gallup Strenght finder, MDI Insight. Mikilvægt er að fara í huganum inn í atvik og sjá hvaða hugsun eða tilfinning kemur rétt áður. Ertu með mörg svona atvik. Einhvern tíma þjónaði eitthvað ákveðnum tilgangi, svo eldumst við og þessi viðbrögð þjóna manni ekki jafn vel. Því er mikilvægt að finna tilfinningu fyrir einhverju og læra að vinna með undirmeðvitundina. Hægt er að nota hugleiðslu og núvitundaræfingu. Gott að geta notið slíkar æfingar. Stuðningur frá vinnufélögum er líka mikilvægur. Þá gefur vinnufélagi stjórnanda endurgjöf t.d. frá öðrum stjórnanda og þeir bakka hvorn annan upp.
Það eru til möguleikavíddir. Yang (kaffibollinn í leir) og Ying (holan) án mýktarinnar verður ekki til langtíma stjórnunarmenning.
Truth-Purpose-Intention-Humility-Truth-Gratitude-Compassion – Forgiveness - Truth.
1. Þekki ég mig, hver er sannleikurinn um mig. 2. Hvað skiptir máli í mínu lífi og ég vil færa inn í líf mitt (Googla KPMG tilraun). Spyrja starfsmenn hver tilgangur þeirra sé með þeirra starfi. Hver eru áhrif á starfsmenn ef stjórnandinn er mikið að ræða þetta við þá. Munurinn er svakalegur. Þeir mæla með vinnustaðnum, hugsa sjaldan um að hætta. 3. Setja sér ásetning. 4. Vera auðmjúk gagnvart okkur sjálfum. „Styrkurinn liggur í auðmýktinni“ (Magnús Pálsson). Sá sem er auðmjúkur leitar til þeirra sem eru leitandi svara í lífinu í opinni orku. Góður leiðtogi fær sig og aðra til að spyrja sig er ég með tilgang, er ég auðmjúkur, treysti ég sjálfum mér og stjórnandanum. 5. Traust. 6. Auðmýkt kallar á fyrirgefningu og mikilvægast er að fyrirgefa sjálfum sér (EGO dræfið er svo mikið). Starfsmenn vilja sjá samkennd hjá sínum yfirmönnum. Í samkenndinni setjum við okkur í spor hvors annars, ekki vorkenna. Þegar við erum komin svona langt þá fyllumst við þakklæti.
Fyrirtækjamenning þar sem þrífst illt umtal og sögusagnir er ekki heilbrigð. Ávinningurinn að tengjast innri manni sem leiðtogi: meira traust, minna drama, aukin hreinskilni, öflugri samvinna, meiri áhugi og helgun, aukin framleiðni, heilbrigðari fyrirtækjamenning og tryggð.