Samfélagsábyrgð og nýsköpun

Frumkvöðlastarf er mikilvægur drifkraftur breytinga og nýsköpun getur haft veruleg jákvæð áhrif á bæði samfélag og umhverfi. Á þessum fundi verður rætt um nýsköpun út frá samfélagsábyrgð og sjálfbærni og hvernig frumkvöðlahugsun og nýsköpun nýtist innan fyrirtækja.

Arion banki – Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í nýsköpun, segir frá því af hverju bankinn hefur um árabil lagt ríka áherslu á stuðning við nýsköpun á öllum stigum, allt frá grunnskóla til atvinnulífs, en bankinn er eigandi viðskiptahraðalsins Startup Reykjavík. Þá fjallar hann um hvernig nýsköpun hefur verið notuð við þróun á stafrænum vörum bankans með góðum árangri.

Snjallræði, fyrsti íslenski viðskiptahraðallinn fyrir samfélagslega nýsköpun – Auður Örlygsdóttir og Pia Elísabeth Hansson, hjá Höfða friðarsetri, segja frá tilurð og framkvæmd Snjallræðis. Verkefnið hófst á síðasta ári og er ætlað að stuðla að fjölbreyttari nýsköpun hér á landi og skapa vettvang fyrir samfélagslegt frumkvöðlastarf.

Heilun jarðar – Sigrún Thorlacius, frumkvöðull, segir frá reynslu sinni af þátttöku í Snjallræði og verkefni sínu um nýtingu sveppa til að eyða eiturefnum úr jarðvegi og hreinsa mengað land.  

Miðgarður - Juliana Werneburg, frumkvöðull og þátttakandi í Snjallræði, segir frá byggingarfélaginu Miðgarði sem ætlar að skipuleggja, hanna og reisa húsnæði þar sem þörf og notkun einkabíla er ekki í forgangi, í staðinn er lögð áhersla á aðra samgöngumáta.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Samfélagsábyrgð og nýsköpun

Frumkvöðlastarf er mikilvægur drifkraftur breytinga og nýsköpun getur haft veruleg jákvæð áhrif á bæði samfélag og umhverfi. Á fundi samfélagsábyrgðar í Arion banka í morgun var rætt um nýsköpun út frá samfélagsábyrgð og sjálfbærni og hvernig frumkvöðlahugsun og nýsköpun nýtist innan fyrirtækja.

Arion banki – Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í nýsköpun, sagði frá því af hverju bankinn hefur um árabil lagt ríka áherslu á stuðning við nýsköpun á öllum stigum, allt frá grunnskóla til atvinnulífs, en bankinn er eigandi viðskiptahraðalsins Startup Reykjavík. Þá fjallaði hann um hvernig nýsköpun hefur verið notuð við þróun á stafrænum vörum bankans með góðum árangri. Með því að lána fólki gera bankar viðskiptavinum kleift að uppfylla drauma sína.  Þróunin er þannig að flestir eru farnir að nota símann til alls. Þess vegna er allt þróað fyrir appið í dag fyrst.  Arion banki hefur tekið leiðandi afstöðu að styðja við nýsköpun.  Startup Reykjavík ermeð strúktúrerað prógram til að gera meira graðar.  Arion banki fjárfestir í frumkvöðlum en styrkir þá ekki.  Mikil eftirspurn er að komast inn í hraðalinn og bráðlega er Arion banki búinn að fjárfesta í 100 sprotafyrirtækjum.  Hryggjarsúlan eru mentorarnir sem oft fylgja sprotunum eftir.  Nýsköpun snýst um að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini.  Nokkur fyrirtæki hafa verið seld eða fengið umtalsverða fjárfestingu t.d. CCP og Tempo.  En hverju skilar þetta?  Tækniþróunarsjóður veitir styrkir til frumkvöðla

Snjallræði, er fyrsti íslenski viðskiptahraðallinn fyrir samfélagslega nýsköpun – Auður Örlygsdóttir og Pia Elísabeth Hansson, hjá Höfða friðarsetri, sögðu frá tilurð og framkvæmd Snjallræðis. Verkefnið hófst á síðasta ári og er ætlað að stuðla að fjölbreyttari nýsköpun hér á landi og skapa vettvang fyrir samfélagslegt frumkvöðlastarf. Til er tvenns konar friður annars vegar þar sem er ekki stríðsástand og hins vegar þar sem verið er að byggja upp samfélag.  Öll nýsköpun er á þágu samfélagsins.  Opnað var fyrir umsóknir 2018 og þá voru valin 7 teymi í 7 vikur.  Teymin fengu aðstöðu á Hlemmi.  Höfði og Nýsköpunarmiðstöð eru samstarfsaðilar.  Framkvæmda-og samstarfsaðilar eru HÍ, NMÍ, Höfði, Reykjavíkurborg, LHÍ, Festa Icelandic Startups o.fl. Mikilvægt er að efla erlend tengsl t.d. við MIT. Markmiðið með hraðlinum er að veita þeim einstaklingum sem brenna fyrir bættu samfélagi vettvang til þess að þróa hugmyndir sínar áfram og finna þeim sjálfbæran farveg svo þær geti blómstrað og dafnað.  Samfélagsleg nýsköpun er drifn af þörfinni við að finna nýjar lausnir í samfélagslegum áskorunum.  Einn af góðu markmiðunum eru Heimsmarkmiðin. 

Heilun jarðar – Sigrún Thorlacius, frumkvöðull, sagði frá reynslu sinni af þátttöku í Snjallræði og verkefni sínu um nýtingu sveppa til að eyða eiturefnum úr jarðvegi og hreinsa mengað land. Sigrún útskrifaðist úr LHÍ 2015 og hefur mikinn áhuga á því hvað verður um hluti þegar þeim er fargað eða urðað.  Margar landfyllingar á Íslandi eru byggðar á gömlum bílhræjum sem ekkert var hugsað til að taka úr menguð efni.  Heilun jarðar gengur út á að nýta þá náttúrulegu ferla sem eru til.  Bakteríur og sveppir eru öflugar niðurbrotslífverur sem eru út um allt en við sjáum þær ekki.  Sveppir hafa þróað sínar aðferðir í yfir milljón ár og eru sérhæfðir í ýmsu.  Til er kartöflumyglusveppur sem brýtur niður plast, aðrir sem brjóta niður tré o.fl.  Kóngsveppur sogar í sig blý, kvikasilfur og lifir í samlífi við tré.  Sveppurinn sækir vatn og steinefni fyrir tréð og fær í staðinn sykur frá trénu.  Þegar valið er tré þá ætti maður að hugsa til þess hvaða svepparót fylgir honum.  Sveppir tengja öll tré eða allar plöntur í sama skógi.  Þannig flytur sveppurinn næringu á milli þeirra.  Tré geta lært af reynslu hvors annars, ef eitt tré verður fyrir skordýraárás þá flytja sveppirnir í sínu samskiptakerfi skilaboð á milli og mynda mótefni þannig að allur skógurinn eyðist ekki. Sigrún er komin í samstarf við Náttúrufræðistofnun Íslands.  Eftir okkar dag mun jörðin lifa en það mun taka aldir að þrífa eftir okkur.  Við þurfum að finna leiðirnar til að láta sveppina lifa á réttum stað.   

Miðgarður - Juliana Werneburg, frumkvöðull og þátttakandi í Snjallræði, sagði að lokum frá byggingarfélaginu Miðgarði sem ætlar að skipuleggja, hanna og reisa húsnæði þar sem þörf og notkun einkabíla er ekki í forgangi, í staðinn er lögð áhersla á aðra samgöngumáta.

 

Eldri viðburðir

Framtíðir – Hringrásarhagkerfið – Árangur eða árangursleysi

Join the meeting now

Fyrirlesari Björgvin Sævarsson, Yorth Group í Bandaríkjunum. www.yorthgroup.com

 Hvernig vitum við fyrir víst hvort aðgerðir og fjárfestingar skili okkur í átt að markmiðunum? Hefur stjórnsýslan (yfirvöld og fyrirtæki/iðnaður) yfirlit yfir aðgerðir og í réttu samhengi? Þetta er ekki raunin skv. okkar reynslu.  Aðgerðir skila sér í einangruðum árangri, t.d. carbon footprint og missa þ.a.l. af möguleikanum til að ná umfangsmeiri árangri sem nær inn á önnur svið. Þrátt fyrir vel meint og stór verkefni og fjárfestingar erum við að sjá að efnahagskerfi verða þyngri og erfiðari með tímanum.

Ástæða þess að við náum ekki settum markmiðum byrjar yfirleitt með því að við skilgreinum árangur ekki rétt. Næst kemur í ljós að aðgerðir og lausnir eru ekki að passa við vandann sem við erum að reyna að leysa. Á endanum er útkoman ekki að skila sér í átt að markmiðunum.

Viðburðurinn verður á þessari vefslóð:

Join the meeting now

Auk þess verður fjallað um eftirfarandi:

•             Höfum við skilgreint rétt til að ná markmiðunum og hlutverk annarra í okkar markmiðum?  T.d. carbon neutrality sem er bara lítill partur af orkufótsporinu og ef við tökum ekki á öllu fótsporinu munum við ekki ná carbon neutrality.

•             Vitum við af hverju við erum ekki að ná markmiðunum? (þetta er stærri spurning en hún lítur út fyrir að vera)

•             Kunnum við að segja frá því af hverju við erum ekki net-zero og á sama tíma segja frá hvernig við munum ná markmiðunum?

•             Hvaða áhrif hafa samskipti og skilaboð á samkeppnishæfni fyrirtækja og lífsgæði?

 

Frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands í Innovation House á fimmtudag kl.17:00 á The Echo Conference. Social-Economic Empowerment for Sustainability in Iceland. Fostering Innovation through Inclusion, Diversity, and National Identity. A keynote speech by t

Join the meeting here. **Íslenska fyrir neðan **
The Echo Conference is a groundbreaking event under our social initiatives focused on fostering inclusion and diversity in entrepreneurship and innovation across Iceland.
At Gracelandic, we believe fashion transcends clothing—it's about the impact we create. Through our social projects, we're committed to making fashion a force for positive change.
This year’s flagship Echo Conference will explore the theme: Social-Economic Empowerment for Sustainability in Iceland: Fostering Innovation through Inclusion, Diversity, and National Identity.
Join us as we bring together visionary business leaders, policymakers, entrepreneurs, and the public to dive into the vital connections between innovation, socio-economic empowerment, and sustainability.

 

Keynote speakers:

  • The President of Iceland Mrs. Halla Tómasdóttir
  • The Minister of Social Affairs and the Labour Market Mr. Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Panel speakers:

  • Prof. Lára Jóhannsdóttir - Professor University of Iceland
  • Kathryn Gunnarsson - Founder and CEO of Geko
  • Heiðrún Sigfúsdóttir – CEO and Co-Founder of Catecut
  • Jeffrey Guarino - Photographer, Creative Director and Producer
  • Freyr Guðmundsson - Executive Director of Digital Product Development at Íslandsbanki

Feature:

  • GRACELANDIC RUNWAY SHOW
  • MUSICAL PERFORMANCES

Echo-ráðstefnan er nýr viðburður úr smiðju félagsáhrifaframtaka okkar. Með henni viljum við stuðla við nýsköpun með sjálfbærni, fjölbreytileika og þátttöku í frumkvöðlastarfi og á vinnumarkaði um allt Ísland.
Við hjá Gracelandic trúum því að tíska snúist ekki bara um fötin sem við göngum í heldur áhrifin sem við sköpum. Vörumerki okkar stendur fyrir meira en bara föt. Það táknar valdeflingu, sjálfbærni og framtíðarsýn til jákvæðra breytinga.

Af hverju „Echo“? Orðið „echo“, eða „bergmál“ á íslensku, stendur fyrir gildi vörumerkis okkar.

Að þessu sinni er markmið Echo ráðstefnunnar að athuga gaumgæfilega þetta þema: Félagsleg og Efnahagsleg Valdefling fyrir Sjálfbærni á Íslandi: að hlúa að nýsköpun með þátttöku, fjölbreytileika og þjóðerniskennd.

Verið með í hópnum þar sem að framúrskarandi leiðtogar fyrirtækja, stefnumótendur, frumkvöðlar og almenningur sameinast til að ræða mikilvæg tengsl nýsköpunar, félags- og efnahagslegrar valdeflingar og sjálfbærni.

Viðburðurinn er ÓKEYPIS! Húsið opnar kl. 16:30

Will also be streamed Live

Svansvottaðar framkvæmdir - reynsla verktaka

Slóð á fundinn hafirðu ekki fengið hana senda:

Hlekkur á Teams fund 

Faghópar um loftslagsmál og sjálfbærni standa að viðburði/örnámskeiði um reynslu verktaka af Svansvottuðum framkvæmdum í samstarfi við hóp gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan Samtaka iðnaðarins og Iðuna, fræðslusetur.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vef Iðunnar

 

Markmið Svansins með vottun bygginga er að minnka umhverfisáhrif þeirra og er lögð mikil áhersla á heilsusamlegt húsnæði og lágmörkun eiturefna í byggingarefnum. 

Ávinningur af Svansvottun bygginga felst í: 

  • Dregið er úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
  • Heilnæmari og öruggari byggingum.
  • Auknum gæðum bygginga.
  • Minni rekstrarkostnaði, minna viðhaldi og lægri orku- og hitunarkostnaði.
  • Eignin er líklegri til að standast kröfur leigutaka/notenda til lengri framtíðar.

Hægt er að fylgjast með á netinu eða mæta í Vatnagarða 20.

 

„Er þetta þess virði?“ – Sjálfbærnilöggjöfin – Áskoranir og reynslusögur

Tengill á viðburð

Faghópur um sjálfbæra þróun í samstarfi við FESTU miðstöð um sjálfbærni ætlar að fá nokkra aðila til að segja frá reynslu sinni við innleiðinguna og helstu áskoranirnar. Þannig getum við lært af hvort öðru og hjálpast að við innleiðingunna á þessari viðamiklu og mikilvægu löggjöf um sjálfbærni. 

Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FESTU verður fundarstjóri og mun Tómas Möller, stjórnarformaður FESTU og Yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna opna viðburðinn. Reynsluboltarnir í innleiðingarferlinu verða Eiríkur Hjálmarsson, Sjálfbærnistjóri OR, Agla Huld Þórarinsdóttir, sjálfbærnisérfræðingur Eimskips og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, Sjálfbærnistjóri Íslandsbanka.

1. júní á þessu ári tök í gildi lög nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Með lögunum voru tvær Evrópureglugerðir innleiddar á Íslandi.

Reglugerð EU/2019/2088 SFDR (Sustainable Financial Disclosure Reglulation) sem varðar aðila á fjármálamarkaði (gildir fyrir banka, verðbréfasjóði, lífeyrissjóði og tryggingarfélög) og leggur þeim línurnar hvernig þeir skuli upplýsa endafjárfestinn (eigenda fjármunanna) hvernig eigi að stýra og veita upplýsingar um sjálfbærniáhættu í eignasöfnum. 

Reglugerð EU/2020/852 EU Taxonomy - flokkunarkerfi ESB fyrir sjálfbærar fjárfestingar sem skilgreinir hvað telst umhverfislega sjálfbær starfsemi fyrirtækja. Þar eru sett viðmið sem skilgreina að hvaða marki atvinnustarsemi telst umhverfislega sjálfbær og hversu sjálfbær rekstur fyrirtækja er heilt yfir. Mælt sem hlutfall veltu, fjárfestingaútgjalda eða rekstrarkostnaðar. Flokkunarkerfið er liður í að vinna gegn grænþvotti. Gildir fyrir stór fyrirtæki sem og aðila á fjármálamarkaði. 

Þá mun á næsta ári taka gildi lög um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrir stór og/eða skráð félög (CSRD). Sjálfbærniupplýsingarnar verða hluti af ársreikningi fyrirtækja og skulu þær endurskoðaðar af óháðum þriðja aðila. Gera skal grein fyrir áhættustýringu, viðskiptatækifærum, samskiptum við haghafa og stefnumótun fyrirtækis varðandi sjálfbærni. 

Fyrirliggur mikil vinna og miklar áskoranir eru fyrir þá aðila sem um lögin gilda. Fjármálafyrirtæki auk stórra/eða skráða félaga eru nú að keppast við að innleiða flokkunarreglugerðina. Skilgreina fjárfestingar, lánveitingar og kostnaðarstrauma í þau sex umhverfismarkmið sem flokkunarreglugerðin tekur á.

 

Deiglufund­ur – Sjálf­bærni upp­lýs­inga­gjöf @Rafrænn viðburður

ATHUGIÐ!  SKRÁNING ER HÉR

Á síðasta Deiglufundi fyrir sumarfrí munum við rýna í stöðuna hjá íslenskum fyrirtækjum þegar kemur að sjálfbærni upplýsingagjöf.  Hvernig eru íslensk fyrirtæki að standa sig, hvað er til fyrirmyndar og hvar eigum við eftir að stíga stóru skrefin?

Nú eru að taka gildi Evrópusambands lög sem bæði munu gera ítarlegri kröfur þegar kemur að upplýsingagjöf sem snýr að sjálfbærni og á sama tíma stækkar sá hópur fyrirtækja sem þurfa að huga að stöðluðum og vottuðum sjálfbærni upplýsingum í ársskýrslum. Við munum á deiglufundinum fræðast um þessi lög og aðrar breytingar sem eru í vændum í þessum málaflokki.

Reynir Smári Atlason forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo mun halda fræðandi erindi, en Reynir hefur verið einn af okkar fremstu sérfræðingum hér á landi um þessi málefni síðustu ár.

Við bjóðum þá til panel umræðna þar sem þau Jóhanna Hlín Auðunsdóttir forstöðumaður loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun og Stefán Kári Sveinbjörnsson verkefnastjóri í stefnumótun og sjálfbærni hjá Isavia mun taka þátt ásamt Reyni – og taka þá við spurningum og eiga samtal við fundargesti.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?