Nýsköpunarmiðstöð Íslands Árleyni 2
Sjálfbær þróun,
Einn lykilþáttur samfélagsábyrgðar fyrirtækja felst í upplýsingagjöf um framgang mála og framvindu verkefna og hefur sú krafa að fyrirtæki geri grein fyrir samfélagsstefnu sinni, markmiðum og árangri á opinberan hátt aukist til muna á síðustu misserum.
Til eru fjölmargar leiðir fyrir fyrirtæki að birta árangurinn, og er hægt að nefna UN Global Compact viðmiðin og sjálfbærnivísa Global Reporting Initiative (GRI) sem góð dæmi um alþjóðlega viðtekin vinnubrögð í þeim málum. Fjöldi fyrirtækja á alþjóðavísu hefur þegar tekið upp árlega birtingu markmiða, mælikvarða og árangurs á sviði samfélagslegrar ábyrgðar en þróunin hefur vissulega gengið hægar hér á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Nokkur fyrirtæki eru þó markvisst farin að birta upplýsingar um vinnu og árangur á sviðinu og verða nokkur dæmi tekin fyrir á þessum síðasta morgunverðarfundi faghóps um samfélagsábyrgð á þessu starfsári.
Fyrirlesarar verða:
-
Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR
-
Svanhildur Sigurðardóttir, samfélags- og samskiptastjóri hjá Ölgerðinni
- Hulda Steingrímsdóttir, ráðgjafi hjá Alta
Fundarstjóri verður Már Másson, forstöðumaður samskiptamála hjá Íslandsbanka.
Kaffi og te verður á boðstólunum og eru allir áhugasamir hvattir til þess að mæta.