Borgartúni 19, 105 Reykjavík - Höfuðstöðvar A
Sjálfbær þróun,
Faghópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunverðarfundi þann 19. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni "Samfélagsábyrgð fyrirtækja - hvert er hlutverk ríkisins?". Fundurinn stendur frá kl. 8.30 -10.00, í höfuðstöðvum Arion banka, í Borgartúni 19.
Á fundinum munu fulltrúar stjórnvalda og atvinnulífs fara yfir stefnu stjórnvalda, tækifæri og áherslur um samfélagsábyrgð fyrirtækja.
Hvaða áherslur ætti ríkið að hafa um samfélagsábyrgð fyrirtækja?
Hvernig má bæta laga- og starfsumhverfi fyrirtækja um samfélagsábyrgð?
Hvernig gætu yfirvöld hvatt fyrirtæki til að sýna samfélagsábyrgð?
Dagskrá:
08.30 - 08.50 Núverandi stefna stjórnvalda um samfélagsábyrgð fyrirtækja - Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
08.50 - 09.10 Væntingar atvinnulífsins til stjórnvalda: stefna og lagaumhverfi - Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins.
09.10 - 09.30 Hvernig geta yfirvöld unnið með fyrirtækjum að aukinni samfélagsábyrgð? - Skúli Helgason
09.30 - 10.00 Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara.
Fundarstjóri er Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð.
Fylgstu með fundinum á Twitter: #stjornvoldCSR