Háskólinn í Reykjavík, stofa M105
Verkefnastjórnun,
Sharon De Mascia, höfundur bókarinnar Project Psychology: Using Psychological Tools and Techniques to Create a Successful Project, heldur hádegisfyrirlestur á vegum Meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík og faghóps Stjórnvísis í verkefnastjórnun.
Sharon er vinnustaðasálfræðingur með yfir 25 ára reynslu af breytingastjórnun og fyrirtækjaráðgjöf. Hún hefur m.a. starfað með Marks & Spencer, Vita Group, Strategic Health Authority og Co-operative Insurance Society í Bretlandi. Sharon er með yfirgripsmikla reynslu úr bresku viðskiptalífi, háskólastarfi og verkefnastjórnun. Hún er með PRINCE2 vottun og er leiðbeinandi í MBA námi við Viðskiptaháskólana í Manchester. Hún kennir hluta af MPM-námskeiði sem ber heitið Project Leadership: Understanding of Self, Growth and Development.