https://us02web.zoom.us/j/82343725362
Faghópur Stjórnvísi um sjálfbæra þróun heldur fyrsta fund vetrarins ásamt Samtökum atvinnulífsins. Fundurinn er hluti fundaraðar SA; Betri heimur byrjar heima. Spennandi fundur þar sem farið verður yfir hvaða áhrif ný lög um hringrásarhagkerfið munu hafa á atvinnulífið. Einnig fjallað um tækifæri og áskoranir sem felast í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, hvaða lausnir eru í boði og mikilvægi samstarfs sveitarfélaga og atvinnulífs.
https://us02web.zoom.us/j/82343725362
Dagskrá
- Hvað þýða lögin fyrir atvinnulífið?
Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu. - Hvað þýða lögin fyrir sveitarfélög?
Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. - Áskoranir og tækifæri. Jarðefnagarður í Álfsnesi.
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM-Vallár.
Pallborðsumræður og spurningar:
Umræðum stýrir Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.
- Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu.
- Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra.
- Brynjar Bergsteinsson, framleiðslustjóri Set hf.
Allur októbermánuður er eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu. Á fundinum verður farið yfir hvaða áhrif ný lög um hringrásarhagkerfið munu hafa á atvinnulífið, tækifæri og áskoranir sem felast í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, hvaða lausnir eru í boði og mikilvægi samstarfs sveitarfélaga og atvinnulífs.
Hægt er að skrá sig á viðburð hjá Stjórnvísi hér fyrir ofan og hjá SA