Join Microsoft Teams Meeting
Undanfarna áratugi höfum við séð gríðalegar framfarir í tækni og nýsköpun á heimsvísu. Þessar framfarir hafa skapað mannkyninu öllu aukna hagsæld. Þrátt fyrir veirufaraldur á heimsvísu eru framfarir ekkert að minnka heldur munu bara aukast næstu árum. Gervgreind, róbotar, sýndarveruleiki, hlutanetið og margt fleira er að búa til nýjar lausnir og ný tækifæri. Framtíðin er í senn sveipuð dulúð og getur verið spennandi og ógnvekjandi í senn. Eina sem við vitum fyrir vissu er að framtíðin verður alltaf betri. Í þessu fyrirlestri ætlar Ólafur Andri Ragnarsson kennari við HR að fjalla um nýjustu tækni og framtíðina.
Ólafur Andri Ragnarsson er kennari við Háskólann í Reykjavík og kennir þar námskeið um tækniþróun og hvernig tæknibreytingar hafa áhrif á fyrirtæki. Hann er tölvunarfræðingur (Msc) að mennt frá Oregon University í Bandaríkjanum. Ólafur Andri er frumkvöðull og stofnaði, ásamt fleirum, Margmiðlun og síðar Betware. Þá tók Ólafur Andri þátt í að koma á fót leikjafyrirtækinu Raw Fury AB í Stokkhólmi. Þá situr hann í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Hann tók einnig þátt í að stofna samtök tölvuleikjaframleiðenda og sat í stjórn þess um árabil. Ólafur Andri sendi frá sér bókina Fjórða iðnbyltingin: Iðnbyltingar og áhrif þeirra á samfélög árið 2019. Þar fjallar hann um forsendur tækniframfara og þær breytingar sem hafa orðið og munu verða.
Join Microsoft Teams Meeting